Fótbolti

Sarri búinn að samþykkja að taka við Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sarri virðist vera á leið til Lundúna
Sarri virðist vera á leið til Lundúna víris/getty
Maurizio Sarri hefur komist að samkomulagi við Chelsea um að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá liðinu. Gianfranco Zola mun verða honum til aðstoðar. Fréttastofa Sky á Ítalíu greinir frá þessu.

Antonio Conte var rekinn úr starfi stjóra Chelsea, ákvörðun sem hafði verið yfirvofandi í langan tíma en formlega tilkynnt fyrr í dag. Forseti ítalska félagsins Napólí sagði Sarri vera að nálgast samkomulag við Chelsea á miðvikudag, tveimur dögum áður en Chelsea tilkynnti brotthvarf Conte.

Sarri stýrði Napólí síðustu þrjú tímabil en Carlo Ancelotti tók við starfi hans fyrr í sumar.

Veturinn var erfiður fyrir Sarri sem var meðal annars dæmdur í tveggja leikja bann fyrir meint níð á Roberto Mancini ásamt því sem hann þurfti að borga 20 þúsund evrur í sekt.


Tengdar fréttir

Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea

Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×