Icelandair Group tapaði 2,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 05:59 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair vísir/gva Icelandair Group tapaði 25,7 milljónum dala, sem jafngildir um 2,7 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins, að því er fram kemur í nýbirtu fjórðungsuppgjöri ferðaþjónustufélagsins. Til samanburðar hagnaðist Icelandair um 9,9 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Björgólfur Jóhannsson forstjóri segir afkomuna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. EBITDA Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – nam um 14,7 milljónum dala, sem jafngildir um 1,5 milljörðum króna, og dróst saman um 64 prósent á milli ára en EBITDA var 40,6 milljónir dala á öðrum fjórðungi 2016. Þrýstingur á fargjöld, lakari sætanýting og einskiptiskostnaður vegna truflana í flugáætlun skýra verri afkomu, að sögn félagsins. Heildartekjur námu 399 milljónum dala á ársfjórðungnum og jukust um níu prósent á milli ára en heildarkostnaður jókst um 18 prósent – í 384 milljónir dala. Björgólfur Jóhannsson segir í afkomutilkynningu að spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi ekki gengið eftir, þrátt fyrir hækkandi olíuverð. „Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri sem kemur fram með þessum hætti,“ er haft eftir honum. Björgólfur segir Icelandair hafa unnið að miklum breytingum sem muni skila sér í sterkara fyrirtæki. „Þar hefur allt verið til skoðunar, meðal annars skipulag, stefna, leiðakerfi, flotauppbygging, fargjaldaflokkar og á hvaða sviðum félagið ætlar að starfa til framtíðar.“ Að sögn forstjórans á að selja hótelrekstur. Í skoðun sé uppbygging nýs tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka. Nýjar Boeing MAX vélar hafi bæst í flotann. „Þá hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á skipulagi félagsins. Markmiðið er að skerpa enn frekar á áherslum okkar í sölu og markaðsmálum annars vegar og þjónustu við viðskiptavini hins vegar og styrkja þannig félagið.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15 WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra Skúli Mogensen segir afkomuna vonbrigði. 13. júlí 2018 15:11 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Sjá meira
Icelandair Group tapaði 25,7 milljónum dala, sem jafngildir um 2,7 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins, að því er fram kemur í nýbirtu fjórðungsuppgjöri ferðaþjónustufélagsins. Til samanburðar hagnaðist Icelandair um 9,9 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Björgólfur Jóhannsson forstjóri segir afkomuna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. EBITDA Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – nam um 14,7 milljónum dala, sem jafngildir um 1,5 milljörðum króna, og dróst saman um 64 prósent á milli ára en EBITDA var 40,6 milljónir dala á öðrum fjórðungi 2016. Þrýstingur á fargjöld, lakari sætanýting og einskiptiskostnaður vegna truflana í flugáætlun skýra verri afkomu, að sögn félagsins. Heildartekjur námu 399 milljónum dala á ársfjórðungnum og jukust um níu prósent á milli ára en heildarkostnaður jókst um 18 prósent – í 384 milljónir dala. Björgólfur Jóhannsson segir í afkomutilkynningu að spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi ekki gengið eftir, þrátt fyrir hækkandi olíuverð. „Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri sem kemur fram með þessum hætti,“ er haft eftir honum. Björgólfur segir Icelandair hafa unnið að miklum breytingum sem muni skila sér í sterkara fyrirtæki. „Þar hefur allt verið til skoðunar, meðal annars skipulag, stefna, leiðakerfi, flotauppbygging, fargjaldaflokkar og á hvaða sviðum félagið ætlar að starfa til framtíðar.“ Að sögn forstjórans á að selja hótelrekstur. Í skoðun sé uppbygging nýs tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka. Nýjar Boeing MAX vélar hafi bæst í flotann. „Þá hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á skipulagi félagsins. Markmiðið er að skerpa enn frekar á áherslum okkar í sölu og markaðsmálum annars vegar og þjónustu við viðskiptavini hins vegar og styrkja þannig félagið.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15 WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra Skúli Mogensen segir afkomuna vonbrigði. 13. júlí 2018 15:11 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Sjá meira
Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30
Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15