Tarantino svarar fyrir sig Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2018 11:15 Tarantino og Thurman í Cannes árið 2014. Vísir/AFP Quentin Tarantino segist fullur eftirsjár vegna bílslyss sem Uma Thurman lenti í við tökur á Kill Bill myndunum og að hann hafi fengið hana til þess að keyra bílinn þegar slysið varð. Thurman birti myndband af slysinu í gær og sagði framleiðendur myndarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir að fregnir af slysinu bærust út af ótta við að hún gæti höfðað mál gegn þeim. Fimmtán árum seinna segir hún leikstjórann Quentin Tarantino iðrast mjög og að hann hafi útvegað henni myndbandið svo hún gæti opinberað það, þrátt fyrir að það gæti skaðað hann. Thurman segist stolt af honum og hugrekki hans. Sjá einnig: Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Deadline hefur nú birt viðtal við Tarantino þar sem hann fer ítarlega í samskipti sín og Thurman og hvað gengið hefur á milli þeirra. Þá fer hann einnig yfir samband sitt við Harvey Weinstein og ásakanir um að hann hafi tekið Thurman hálstaki við tökur myndanna og hrækt framan í hana. „Ég sagði henni að vegurinn væri beinn. Ég sagði henni að þetta væri öruggt og þetta var það ekki. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér,“ sagði Tarantino við Deadline. Hann sagðist ekki sjá eftir neinu öðru eins og þessu bílslysi á ferli sínum. Sjá einnig: Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Thurman segir framleiðendur myndanna hafa reynt að fela slysið en Tarantino segist ekki hafa vitað af því. Hann hafi verið leikstjóri og talið að málið mynfi fara í eðlilegt ferli.Tarantino hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að viðtal New York Times við Thurman var birt um helgina en hann segir að í viðtalinu líti út eins og Thurman kenni honum um bílslysið. Það sé ekki rétt. Hann sagði einnig að áður en tökurnar á Kill Bill hófust hefði Harvey Weinstein reynt að þvinga sér á Thurman og hún sagði honum frá því. Sömuleiðis hafði hann einnig reynt það við þáverandi kærustu Tarantino, Miru Sorvino. „Það var þá sem ég áttaði mig á mynstrinu á árásum Harvey. Ég lét hann biðja Uma afsökunar.“ Það væri eina leiðin og hann segir Weinstein hafa reynt að halda því fram að hann hefði ekki reynt að þvinga sig á Thurman. Tarantino trúði honum hins vegar ekki. Varðandi ásakanir um að Tarantino hefði tekið Thurman hálstaki og hrækt á hana sagði leikstjórinn að þær kæmu ekki frá Thurman. Hann sagði þetta vera satt en það hefði verið gert við tökur og með samþykki Thurman. Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Quentin Tarantino segist fullur eftirsjár vegna bílslyss sem Uma Thurman lenti í við tökur á Kill Bill myndunum og að hann hafi fengið hana til þess að keyra bílinn þegar slysið varð. Thurman birti myndband af slysinu í gær og sagði framleiðendur myndarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir að fregnir af slysinu bærust út af ótta við að hún gæti höfðað mál gegn þeim. Fimmtán árum seinna segir hún leikstjórann Quentin Tarantino iðrast mjög og að hann hafi útvegað henni myndbandið svo hún gæti opinberað það, þrátt fyrir að það gæti skaðað hann. Thurman segist stolt af honum og hugrekki hans. Sjá einnig: Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Deadline hefur nú birt viðtal við Tarantino þar sem hann fer ítarlega í samskipti sín og Thurman og hvað gengið hefur á milli þeirra. Þá fer hann einnig yfir samband sitt við Harvey Weinstein og ásakanir um að hann hafi tekið Thurman hálstaki við tökur myndanna og hrækt framan í hana. „Ég sagði henni að vegurinn væri beinn. Ég sagði henni að þetta væri öruggt og þetta var það ekki. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér,“ sagði Tarantino við Deadline. Hann sagðist ekki sjá eftir neinu öðru eins og þessu bílslysi á ferli sínum. Sjá einnig: Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Thurman segir framleiðendur myndanna hafa reynt að fela slysið en Tarantino segist ekki hafa vitað af því. Hann hafi verið leikstjóri og talið að málið mynfi fara í eðlilegt ferli.Tarantino hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að viðtal New York Times við Thurman var birt um helgina en hann segir að í viðtalinu líti út eins og Thurman kenni honum um bílslysið. Það sé ekki rétt. Hann sagði einnig að áður en tökurnar á Kill Bill hófust hefði Harvey Weinstein reynt að þvinga sér á Thurman og hún sagði honum frá því. Sömuleiðis hafði hann einnig reynt það við þáverandi kærustu Tarantino, Miru Sorvino. „Það var þá sem ég áttaði mig á mynstrinu á árásum Harvey. Ég lét hann biðja Uma afsökunar.“ Það væri eina leiðin og hann segir Weinstein hafa reynt að halda því fram að hann hefði ekki reynt að þvinga sig á Thurman. Tarantino trúði honum hins vegar ekki. Varðandi ásakanir um að Tarantino hefði tekið Thurman hálstaki og hrækt á hana sagði leikstjórinn að þær kæmu ekki frá Thurman. Hann sagði þetta vera satt en það hefði verið gert við tökur og með samþykki Thurman.
Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira