Apple orðið billjón dala virði Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2018 16:38 Steve Jobs er stofnandi Apple. Vísir/AP Fyrirtækið Apple var nú í dag metið á rúma billjón dala (1.000.000.000.000). Það samsvarar um 106,7 billjónum króna og er fyrirtækið það fyrsta í Bandaríkjunum sem nær því verðmæti. Verð hlutabréfa Apple hækkuð mikið í kjölfar jákvæðs ársfjórðungsuppgjörs sem opinberað var á þriðjudaginn. Eftir að hafa farið aðeins yfir billjónina lækkaði virði fyrirtækisins aftur.Til að setja þessa tölu í samhengi er vert að benda á að verg landsframleiðsla Íslands árið 2017 var 2,5 billjónir króna. Apple er því rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands, gróflega reiknað. Einungis fimmtán ríki heimsins eru með meiri landsframleiðslu en verðmæti Apple er.Apple var stofnað af Steve Jobs í apríl 1976 og hefur vaxið gífurlega síðan. Frá því að fyrirtækið var sett á markað árið 1980 hafa hlutabréf þess hækkað um nærri því 40 þúsund prósent, þrátt fyrir að það varð nærri því gjaldþrota á tíunda áratug síðustu aldar. Í fyrra voru tekjur fyrirtækisins, samkvæmt Business Insider, 254,63 milljarðar dala. Bloomberg bendir á að önnur tæknifyrirtæki séu ekki langt á eftir Apple. Amazon.com, Alphabet (móðurfélag Google) og Microsoft sé öllu metin á meira en 800 milljónir dala.Apple just became the first $1 trillion publicly listed U.S. company, crowning a decade-long rise fueled by the iPhone. See @ReutersGraphics on $AAPL revenue by segment and product units: https://t.co/7BkujDYCCa pic.twitter.com/ywwlgvEFkM— Reuters Top News (@Reuters) August 2, 2018 Apple is now the first $1 trillion publicly listed U.S. company. @randewich examines its transformation from a niche player in personal computers into a global powerhouse: https://t.co/eGR1PBGT8T pic.twitter.com/kHBIWzDkBC— Reuters Business (@ReutersBiz) August 2, 2018 Apple Tækni Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fyrirtækið Apple var nú í dag metið á rúma billjón dala (1.000.000.000.000). Það samsvarar um 106,7 billjónum króna og er fyrirtækið það fyrsta í Bandaríkjunum sem nær því verðmæti. Verð hlutabréfa Apple hækkuð mikið í kjölfar jákvæðs ársfjórðungsuppgjörs sem opinberað var á þriðjudaginn. Eftir að hafa farið aðeins yfir billjónina lækkaði virði fyrirtækisins aftur.Til að setja þessa tölu í samhengi er vert að benda á að verg landsframleiðsla Íslands árið 2017 var 2,5 billjónir króna. Apple er því rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands, gróflega reiknað. Einungis fimmtán ríki heimsins eru með meiri landsframleiðslu en verðmæti Apple er.Apple var stofnað af Steve Jobs í apríl 1976 og hefur vaxið gífurlega síðan. Frá því að fyrirtækið var sett á markað árið 1980 hafa hlutabréf þess hækkað um nærri því 40 þúsund prósent, þrátt fyrir að það varð nærri því gjaldþrota á tíunda áratug síðustu aldar. Í fyrra voru tekjur fyrirtækisins, samkvæmt Business Insider, 254,63 milljarðar dala. Bloomberg bendir á að önnur tæknifyrirtæki séu ekki langt á eftir Apple. Amazon.com, Alphabet (móðurfélag Google) og Microsoft sé öllu metin á meira en 800 milljónir dala.Apple just became the first $1 trillion publicly listed U.S. company, crowning a decade-long rise fueled by the iPhone. See @ReutersGraphics on $AAPL revenue by segment and product units: https://t.co/7BkujDYCCa pic.twitter.com/ywwlgvEFkM— Reuters Top News (@Reuters) August 2, 2018 Apple is now the first $1 trillion publicly listed U.S. company. @randewich examines its transformation from a niche player in personal computers into a global powerhouse: https://t.co/eGR1PBGT8T pic.twitter.com/kHBIWzDkBC— Reuters Business (@ReutersBiz) August 2, 2018
Apple Tækni Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira