Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2018 14:27 Húsnæði LHÍ á Sölvhólsgötu. vísir/Anton Brink Nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands ætla ekki að greiða skólagjöld á vorönninni 2018. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem nemendurnir afhentu stjórn Listaháskólans fyrr í dag en þar segja þeir slæma aðstöðu og síversnandi þjónustu ástæðuna að baki því að þeir ætli ekki að greiða skólagjöldin. Nemendurnir vilja meina að þessi slæma aðstaða og síversnandi þjónusta við nemendur deildarinnar geri það að verkum að þeir geti ekki sinnt námi sínu eins og lagt var upp með þegar þeir hófu nám við skólann.Sjá einnig: Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Telja nemendur stjórnina hafa svikið sig því ekki hafi verið staðið við það sem þeim var lofað. Segja þeir aðgerðina ekki bara til að hreyfa við stjórnendum skólans heldur einnig til að benda á að algjör forsendubrestur hafi orðið á viðskiptasambandi nemendanna og skólans. Nemendurnir segja aðstæður hafa versnað samhliða því að skólagjöld hafa hækkað með hverju ári sem líður og þolinmæði þeirra á þrotum. Þeir ætla því að halda eftir skólagjöldum vegna þessa forsendubrests og mættu ekki í tíma eftir hádegi í mótmælaskyni.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, tók við bréfinu sem er ætlað stjórn skólans. Fríða segir að margt áhugavert komi fram í bréfinu og hafi stjórnendur skólans reynt í áratug að vekja athygli stjórnvalda á slæmum aðbúnaði við skólann. Hún segir stjórn LHÍ funda á fimmtudag og þá verði tekin ákvörðun um framhaldið.Hér fyrir neðan má sjá þegar lesið var upp úr bréfinu fyrr í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands ætla ekki að greiða skólagjöld á vorönninni 2018. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem nemendurnir afhentu stjórn Listaháskólans fyrr í dag en þar segja þeir slæma aðstöðu og síversnandi þjónustu ástæðuna að baki því að þeir ætli ekki að greiða skólagjöldin. Nemendurnir vilja meina að þessi slæma aðstaða og síversnandi þjónusta við nemendur deildarinnar geri það að verkum að þeir geti ekki sinnt námi sínu eins og lagt var upp með þegar þeir hófu nám við skólann.Sjá einnig: Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Telja nemendur stjórnina hafa svikið sig því ekki hafi verið staðið við það sem þeim var lofað. Segja þeir aðgerðina ekki bara til að hreyfa við stjórnendum skólans heldur einnig til að benda á að algjör forsendubrestur hafi orðið á viðskiptasambandi nemendanna og skólans. Nemendurnir segja aðstæður hafa versnað samhliða því að skólagjöld hafa hækkað með hverju ári sem líður og þolinmæði þeirra á þrotum. Þeir ætla því að halda eftir skólagjöldum vegna þessa forsendubrests og mættu ekki í tíma eftir hádegi í mótmælaskyni.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, tók við bréfinu sem er ætlað stjórn skólans. Fríða segir að margt áhugavert komi fram í bréfinu og hafi stjórnendur skólans reynt í áratug að vekja athygli stjórnvalda á slæmum aðbúnaði við skólann. Hún segir stjórn LHÍ funda á fimmtudag og þá verði tekin ákvörðun um framhaldið.Hér fyrir neðan má sjá þegar lesið var upp úr bréfinu fyrr í dag
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45