Niinistö með sögulegan sigur Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2018 08:37 Sauli Niinistö hlaut um 62 prósent atkvæða. Vísir/AFP Sauli Niinistö vann sögulegan sigur í finnsku forsetakosningunum sem fram fóru í gær. Forsetinn hlaut um 62 prósent atkvæða og er þetta í fyrsta sinn sem ekki þarf að grípa til annarrar umferðar í finnsku forsetakosningunum frá því að núgildandi kosningakerfi var tekið upp árið 1994. Niinistö tók við embættinu árið 2012 og er nú ljóst að hann mun gegna embættinu í sex ár til viðbótar. „Ég er bæði hissa og þakklátur fyrir þennan mikla stuðning,“ sagði Niinistö þegar ljóst var hvert stefndi.Minni þátttaka Helsti keppinautur forsetans, Pekka Haavisto, frambjóðandi Græningja, hlaut 12,8 prósent atkvæða. Kosningaþátttakan var 69,9 prósent, nokkru minni en í síðustu forsetakosningum þar sem þátttakan var 72,8 prósent. Athygli vakti að 36,1 prósent kosningabærra Finna greiddu atkvæði utan kjörfundar.Eiga von á sínu fyrsta barni saman Í forsetatíð sinni hefur Niinistö unnið að því að koma á jafnvægi í samskiptum Finna við útlönd. Þannig hefur Niinistö bætt samskiptin við nágrannann í austri og vakti það athygli þegar hann og Vladimír Pútín Rússlandsforseti spiluðu saman íshokkíleik árið 2012. Á sama tíma hefur Niinistö unnið að nánari samskiptum Finna við Bandaríkin og NATO. Annars er það helst að frétta af hinum 69 ára forseta að hann og eiginkonan Jenni Haukio eiga von á sínu fyrsta barni saman í febrúar. Finnland Norðurlönd Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Sauli Niinistö vann sögulegan sigur í finnsku forsetakosningunum sem fram fóru í gær. Forsetinn hlaut um 62 prósent atkvæða og er þetta í fyrsta sinn sem ekki þarf að grípa til annarrar umferðar í finnsku forsetakosningunum frá því að núgildandi kosningakerfi var tekið upp árið 1994. Niinistö tók við embættinu árið 2012 og er nú ljóst að hann mun gegna embættinu í sex ár til viðbótar. „Ég er bæði hissa og þakklátur fyrir þennan mikla stuðning,“ sagði Niinistö þegar ljóst var hvert stefndi.Minni þátttaka Helsti keppinautur forsetans, Pekka Haavisto, frambjóðandi Græningja, hlaut 12,8 prósent atkvæða. Kosningaþátttakan var 69,9 prósent, nokkru minni en í síðustu forsetakosningum þar sem þátttakan var 72,8 prósent. Athygli vakti að 36,1 prósent kosningabærra Finna greiddu atkvæði utan kjörfundar.Eiga von á sínu fyrsta barni saman Í forsetatíð sinni hefur Niinistö unnið að því að koma á jafnvægi í samskiptum Finna við útlönd. Þannig hefur Niinistö bætt samskiptin við nágrannann í austri og vakti það athygli þegar hann og Vladimír Pútín Rússlandsforseti spiluðu saman íshokkíleik árið 2012. Á sama tíma hefur Niinistö unnið að nánari samskiptum Finna við Bandaríkin og NATO. Annars er það helst að frétta af hinum 69 ára forseta að hann og eiginkonan Jenni Haukio eiga von á sínu fyrsta barni saman í febrúar.
Finnland Norðurlönd Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira