Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2018 12:02 Sprunga fannst í norðurhlíð Svínafellsheiðar ofan við jökulinn árið 2014. Almannavarnir Almannavarnir hafa gefið út viðvörun þar sem varað er við ferðum á Svínafellsjökul vegna hættu á skriðuföllum. Fylgst hefur verið með sprungum sem hafa myndast í Svínafellsheiði undanfarin ár vegna hættu á meiriháttar berghlaupi. Þeim tilmælum er beint til ferðaþjónustuaðila að fara ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættunnar á því að skriður falli á jökulinn við núverandi aðstæður. Þá beina Almannavarnir þeim tilmælum til ferðafólks að staldra stutt við á útsýnisstöðum við sporð Svínafellsjökuls til þess að draga úr hættu sem felst í ferðalögum í nágrenni við jökulinn. Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan Svínafellsjökuls, í norðanverðri hlíðinni milli Skarðatinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði, að því er segir á vef Almannavarna. Hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 m yfir yfirborð jökulsins. Breidd sprungunnar var mæld árið 2016 og mælingin var endurtekin árið 2017. Þá kom í ljós að sprungan hafði gliðnað um 0,4 til 1,3 cm á einu ári. Vorið 2018 uppgötvaðist önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. Nýleg greining á myndum frá gervitunglum sýnir að svæðið neðan sprungnanna hreyfðist um 2 til 4 cm frá mánaðamótum ágúst/september 2016 og fram til sama tíma árið 2017. Varað varð við möguleikanum á berghlaupi á jökulinn í maí. Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands sem hefur fylgst með sprungunum síðustu árin, segir að HÍ og Veðurstofan kappkosti nú við að setja upp nauðsynleg mælitæki til að fylgjast með hreyfingunum í heiðinni eins hratt og mögulegt er. Snjór og ís hafi torveldað mælingar í byrjun sumars. Þegar mælitækin verða komin upp verði hægt að fylgjast með hreyfingunum í rauntíma.Útiloka ekki stórt berghlaup Svæðið sem hreyfist er 0,5–1 km2 að flatarmáli og gróft fyrsta mat gefur til kynna að rúmmál efnisins á hreyfingu gæti verið yfir 60 milljón m3. Ekki er hægt að útiloka að allt stykkið hlaupi fram í heilu lagi í stóru berghlaupi niður á jökulinn, en einnig gæti það hrunið í smærri hlutum. Aldur sprungnanna er óþekktur, þær sjást ekki á loftmynd frá 2003 en eru greinilegar á landlíkani frá 2011. Þær hafa því líklega myndast og orðið sýnilegar á yfirborði einhvern tíma á þessu tímabili. Samfara hlýnandi loftslagi á undanförnum árum og áratugum hafa skriðjöklar hopað og þynnst mikið hér á landi. Þegar jöklarnir hopa standa oft eftir brattar hlíðar ofan skriðjökla sem kunna að vera óstöðugar þegar aðhaldi jökulsins sleppir og geta hrunið niður á jöklana, stundum í miklum berghlaupum. Slík hlaup eru þekkt víða um heim. Hér á landi hafa tvö stór berghlaup fallið á jökla á síðastliðinni hálfri öld. Árið 1967 féll mjög stórt berghlaup ofan Steinsholtsjökuls, sem gengur norður úr Eyjafjallajökli, og árið 2007 féll berghlaup á Morsárjökul í sunnanverðum Vatnajökli. Berghlaup sem falla á jökla geta brotið upp jökulís og hrifið með sér vatn úr jökullónum þannig að úr verður hlaup sem er sambland af jarðefnum, vatni og ís. Slík hlaup geta í sumum tilfellum dreift mikið úr sér og ferðast langar leiðir. Almannavarnir Loftslagsmál Tengdar fréttir Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Almannavarnir hafa gefið út viðvörun þar sem varað er við ferðum á Svínafellsjökul vegna hættu á skriðuföllum. Fylgst hefur verið með sprungum sem hafa myndast í Svínafellsheiði undanfarin ár vegna hættu á meiriháttar berghlaupi. Þeim tilmælum er beint til ferðaþjónustuaðila að fara ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættunnar á því að skriður falli á jökulinn við núverandi aðstæður. Þá beina Almannavarnir þeim tilmælum til ferðafólks að staldra stutt við á útsýnisstöðum við sporð Svínafellsjökuls til þess að draga úr hættu sem felst í ferðalögum í nágrenni við jökulinn. Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan Svínafellsjökuls, í norðanverðri hlíðinni milli Skarðatinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði, að því er segir á vef Almannavarna. Hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 m yfir yfirborð jökulsins. Breidd sprungunnar var mæld árið 2016 og mælingin var endurtekin árið 2017. Þá kom í ljós að sprungan hafði gliðnað um 0,4 til 1,3 cm á einu ári. Vorið 2018 uppgötvaðist önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. Nýleg greining á myndum frá gervitunglum sýnir að svæðið neðan sprungnanna hreyfðist um 2 til 4 cm frá mánaðamótum ágúst/september 2016 og fram til sama tíma árið 2017. Varað varð við möguleikanum á berghlaupi á jökulinn í maí. Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands sem hefur fylgst með sprungunum síðustu árin, segir að HÍ og Veðurstofan kappkosti nú við að setja upp nauðsynleg mælitæki til að fylgjast með hreyfingunum í heiðinni eins hratt og mögulegt er. Snjór og ís hafi torveldað mælingar í byrjun sumars. Þegar mælitækin verða komin upp verði hægt að fylgjast með hreyfingunum í rauntíma.Útiloka ekki stórt berghlaup Svæðið sem hreyfist er 0,5–1 km2 að flatarmáli og gróft fyrsta mat gefur til kynna að rúmmál efnisins á hreyfingu gæti verið yfir 60 milljón m3. Ekki er hægt að útiloka að allt stykkið hlaupi fram í heilu lagi í stóru berghlaupi niður á jökulinn, en einnig gæti það hrunið í smærri hlutum. Aldur sprungnanna er óþekktur, þær sjást ekki á loftmynd frá 2003 en eru greinilegar á landlíkani frá 2011. Þær hafa því líklega myndast og orðið sýnilegar á yfirborði einhvern tíma á þessu tímabili. Samfara hlýnandi loftslagi á undanförnum árum og áratugum hafa skriðjöklar hopað og þynnst mikið hér á landi. Þegar jöklarnir hopa standa oft eftir brattar hlíðar ofan skriðjökla sem kunna að vera óstöðugar þegar aðhaldi jökulsins sleppir og geta hrunið niður á jöklana, stundum í miklum berghlaupum. Slík hlaup eru þekkt víða um heim. Hér á landi hafa tvö stór berghlaup fallið á jökla á síðastliðinni hálfri öld. Árið 1967 féll mjög stórt berghlaup ofan Steinsholtsjökuls, sem gengur norður úr Eyjafjallajökli, og árið 2007 féll berghlaup á Morsárjökul í sunnanverðum Vatnajökli. Berghlaup sem falla á jökla geta brotið upp jökulís og hrifið með sér vatn úr jökullónum þannig að úr verður hlaup sem er sambland af jarðefnum, vatni og ís. Slík hlaup geta í sumum tilfellum dreift mikið úr sér og ferðast langar leiðir.
Almannavarnir Loftslagsmál Tengdar fréttir Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23