Fóru ekki að lögum um Landspítala Sveinn Arnarsson skrifar 22. júní 2018 06:00 Nýr ráðherra ætlar að setja á laggirnar ráðgjafarnefnd fyrir vikulok. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Níu manna ráðgjafarnefnd Landspítala, sem á að vera stjórn spítalans til samráðs og stuðnings í stefnumótun og almennu starfi hans, hefur ekki verið starfandi síðan 2011 þrátt fyrir skýr fyrirmæli um það í lögum um heilbrigðisþjónustu. Fyrri heilbrigðisráðherrar hafa trassað að skipa í nefndina. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er skýrt kveðið á um að ráðherra heilbrigðismála skuli skipa þessa níu manna nefnd til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Svandís Svavarsdóttir, núverandi heilbrigðisráðherra, hefur í hyggju að endurvekja nefndina og mun skipa í hana innan fárra daga. „Það er dýrmætt fyrir spítalann að geta sótt þekkingu og stuðning sem víðast í samfélaginu. Ráðgjafarráðið var í lögum hugsað til þess og mikilvægt að setja það á stofn í samræmi við lög. Ég vænti þess að spítalinn njóti góðs af því, ekki síst í stefnumótun sinni,“ segir Svandís. Þetta ákvæði var sett í lög árið 2007 og í framhaldinu var sett á laggirnar nefnd til fjögurra ára undir formennsku Ingibjargar Pálmadóttur. Sú nefndarskipan rann út 25. október 2011. Því hafa Guðbjartur Hannesson, Kristján Þór Júlíusson og Óttarr Proppé ekki skipað í þessa nefnd þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í lögum. Samkvæmt lögum um Landspítala skal forstjóri spítalans í samráði við formann nefndar boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir, minnst tvisvar á ári. Ljóst er að slíkir fundir hafa ekki verið haldnir í áraraðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og fyrrverandi aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra, segir nefndina geta verið mikilvæga fyrir spítalann. „Ég held að þetta gæti komið sér vel og væri spítalanum til hagsbóta að hafa slíkt aðhald og stuðning utan frá. Því þætti okkur gott að þessi nefnd kæmist aftur á laggirnar,“ segir Anna SigrúnÚr 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) Ráðherra skal skipa níu manns og jafnmarga til vara í ráðgjafarnefnd Landspítala til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Skal nefndin m.a. fjalla um árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir spítalans og langtímastefnu hans. Nefndin skal m.a. skipuð fulltrúum notenda þjónustu spítalans. Formaður skal í samráði við forstjóra boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir og eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Níu manna ráðgjafarnefnd Landspítala, sem á að vera stjórn spítalans til samráðs og stuðnings í stefnumótun og almennu starfi hans, hefur ekki verið starfandi síðan 2011 þrátt fyrir skýr fyrirmæli um það í lögum um heilbrigðisþjónustu. Fyrri heilbrigðisráðherrar hafa trassað að skipa í nefndina. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er skýrt kveðið á um að ráðherra heilbrigðismála skuli skipa þessa níu manna nefnd til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Svandís Svavarsdóttir, núverandi heilbrigðisráðherra, hefur í hyggju að endurvekja nefndina og mun skipa í hana innan fárra daga. „Það er dýrmætt fyrir spítalann að geta sótt þekkingu og stuðning sem víðast í samfélaginu. Ráðgjafarráðið var í lögum hugsað til þess og mikilvægt að setja það á stofn í samræmi við lög. Ég vænti þess að spítalinn njóti góðs af því, ekki síst í stefnumótun sinni,“ segir Svandís. Þetta ákvæði var sett í lög árið 2007 og í framhaldinu var sett á laggirnar nefnd til fjögurra ára undir formennsku Ingibjargar Pálmadóttur. Sú nefndarskipan rann út 25. október 2011. Því hafa Guðbjartur Hannesson, Kristján Þór Júlíusson og Óttarr Proppé ekki skipað í þessa nefnd þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í lögum. Samkvæmt lögum um Landspítala skal forstjóri spítalans í samráði við formann nefndar boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir, minnst tvisvar á ári. Ljóst er að slíkir fundir hafa ekki verið haldnir í áraraðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og fyrrverandi aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra, segir nefndina geta verið mikilvæga fyrir spítalann. „Ég held að þetta gæti komið sér vel og væri spítalanum til hagsbóta að hafa slíkt aðhald og stuðning utan frá. Því þætti okkur gott að þessi nefnd kæmist aftur á laggirnar,“ segir Anna SigrúnÚr 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) Ráðherra skal skipa níu manns og jafnmarga til vara í ráðgjafarnefnd Landspítala til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Skal nefndin m.a. fjalla um árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir spítalans og langtímastefnu hans. Nefndin skal m.a. skipuð fulltrúum notenda þjónustu spítalans. Formaður skal í samráði við forstjóra boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir og eigi sjaldnar en tvisvar á ári.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira