Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. júní 2018 06:00 Páll Magnússon er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum lýsir yfir vantrausti á Pál Magnússon, alþingismann og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem tekinn var úr fulltrúaráðinu með lófaklappi á aukaaðalfundi í Eyjum í gærkvöldi. Í harðorðri ályktun fulltrúaráðsins segir meðal annars: „Vegna fordæmalausrar framgöngu oddvita flokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum lýsir aukaaðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fullu vantrausti á 1. þingmann Suðurkjördæmis, Pál Magnússon. Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlega stöðu sem upp er komin.“Sjá einnig: Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu „Ég mun ræða þetta mál við mitt fólk,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, en vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum skömmu eftir fundinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku, eru Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum reiðir oddvita sínum fyrir framgöngu hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en þeir segja hann hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur en hundsað framboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum með öllu, þvert á það sem almennt tíðkast meðal þingmanna kjördæmisins í sínum heimabyggðum. Í kosningunum tapaði flokkurinn þeim meirihluta sem hann hefur haft í bæjarfélaginu undanfarin tólf ár. Framboð Írisar, Fyrir Heimaey, hlaut góða kosningu og myndaði meirihluta með Eyjalistanum og Íris settist í stól bæjarstjóra í Eyjum, en þar hefur Elliði Vignisson setið undanfarin 12 ár. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum lýsir yfir vantrausti á Pál Magnússon, alþingismann og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem tekinn var úr fulltrúaráðinu með lófaklappi á aukaaðalfundi í Eyjum í gærkvöldi. Í harðorðri ályktun fulltrúaráðsins segir meðal annars: „Vegna fordæmalausrar framgöngu oddvita flokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum lýsir aukaaðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fullu vantrausti á 1. þingmann Suðurkjördæmis, Pál Magnússon. Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlega stöðu sem upp er komin.“Sjá einnig: Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu „Ég mun ræða þetta mál við mitt fólk,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, en vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum skömmu eftir fundinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku, eru Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum reiðir oddvita sínum fyrir framgöngu hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en þeir segja hann hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur en hundsað framboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum með öllu, þvert á það sem almennt tíðkast meðal þingmanna kjördæmisins í sínum heimabyggðum. Í kosningunum tapaði flokkurinn þeim meirihluta sem hann hefur haft í bæjarfélaginu undanfarin tólf ár. Framboð Írisar, Fyrir Heimaey, hlaut góða kosningu og myndaði meirihluta með Eyjalistanum og Íris settist í stól bæjarstjóra í Eyjum, en þar hefur Elliði Vignisson setið undanfarin 12 ár.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00