Fótbolti

Freyr mun ekki stjórna íslenska liðinu í úrslitaleiknum á Algarve komist liðið þangað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freyr Alexandersson og íslensku stelpurnar.
Freyr Alexandersson og íslensku stelpurnar. Vísir/Getty
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni út á Algarve mótið í Portúgal þar sem liðið spilar þrjá leiki í riðlinum og svo leik um sæti.

Mótherjar Íslands í riðlinum verða Danmörk, Japan og Holland en leikirnir fara fram frá 28. febrúar til 5. mars.

Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag hvaða leikmenn hann tekur með út.

Freyr sagði einnig frá því að hann missir af síðasta leik Íslands á mótinu þar sem íslenska liðið mun spila um sæti.

Lokaleikurinn á mótinu gæti mögulega verið úrslitaleikurinn en það gæti líka verið leikur um þriðja sætið, fimmta sætið eða sjöunda sætið.

Freyr mun alltaf missa af þessum leik þar sem hann er að taka þjálfarapróf hjá Knattspyrnusambandi Evrópu og þarf að fara til Danmörku á sama tíma vegna þess.

Það er skyldumæting þangað og Freyr væri fallinn á UEFA prófinu ef hann skrópar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×