Þekkt baráttukona gegn spillingu í Úkraínu er látin eftir sýruárás sem hún varð fyrir í í júlí. Fimm manns eru í haldi grunaðir um árásina og kallar forseti Úkraínu eftir því að þeim verði refsað.
Kateryna Handzyuk var 33 ára gömul. Sýru var hent á hana í borginni Kherson í sunnanverðri Úkraínu 31. júlí. Hún hlaut brunasár á 40% líkamans og þar á meðal alvarlega áverka á augum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi gengist undir ellefu aðgerðir síðan. Talið er að hún hafi látist af völdum blóðtappa.
Dauði Handzyuk, sem var einnig borgarfulltrúi í Kherson, hefur vakið mikla reiði í Úkraínu. Auk spillingar hafði hún barist gegn sundrungu Úkraínu sem Rússar hafa alið á undanfarin ár.
Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, krafðist þess í gær en grunuðum árásarmönnum hennar verði refsað.

