Sumarbúðir biðjast afsökunar á „þekkingarskorti starfsmanna“ í myndavali Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. júní 2018 13:02 Nicole Leigh Mosty er ein þeirra sem hefur gagnrýnt myndbirtinguna. Skjáskot - Vísir/Eyþór Sumarbúðir KFUM og KFUK hafa beðist afsökunar á mynd sem birtist á Facebook síðunni Ölver skemmtilegar sumarbúðir. Myndin hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum. Samkvæmt tilkynningunni varð atvikið vegna þekkingarskorts starfsmanna. Það var Martina K. Williams, sem vakti fyrst athygli á myndinni á Facebook. Dóttir hennar átti að fara í sumarbúðirnar í sumar og var hún virkilega ósátt við myndina. Margir hafa sagt að myndin sé fordómafull og móðgandi. „Myndin er af karakter í leikriti. Þetta var vanhugsað gervi og aldrei meint á neikvæðan eða niðrandi hátt. Í sumarbúðum KFUM og KFUK kennum við börnum og unglingum að allir eru jafnir, alltaf. Í starfi okkar er leitast við að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu,“ segir í tilkynningunni frá KFUM og KFUK. Myndin var fjarlægð af Facebook síðu sumarbúðanna. Martina fagnar því að myndin hafi verið fjarlægð en skrifar þó að skaðinn sé nú þegar skeður. Í tilkynningunni frá sumarbúðunum kemur fram að KFUK og KFUM þakki fyrir allar ábendingarnar vegna málsins, þær séu teknar alvarlega. „Við biðjumst afsökunar og munum leitast við að atvik sem þetta endurtaki sig ekki.” Nicole Leigh Mosty, fyrrum þingmaður og verkefnastjóri hjá WOMEN, samtökum kvenna af erlendum uppruna, er ein þeirra sem hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar sagði hún atvikið ekki bara sorglegt heldur einfaldlega sjúkt. „Ertu ekki að grínast í mér! Hverjum í ósköpunum fannst þetta viðeigandi árið 2018? Black face var hætt fyrir þó nokkrum nokkrum árum! Sama dag og Alþingi samþykkir jafna meðferð vegna kynþáttar og þjóðernisupprunna sé ég þetta frá KFUM!” Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Sumarbúðir KFUM og KFUK hafa beðist afsökunar á mynd sem birtist á Facebook síðunni Ölver skemmtilegar sumarbúðir. Myndin hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum. Samkvæmt tilkynningunni varð atvikið vegna þekkingarskorts starfsmanna. Það var Martina K. Williams, sem vakti fyrst athygli á myndinni á Facebook. Dóttir hennar átti að fara í sumarbúðirnar í sumar og var hún virkilega ósátt við myndina. Margir hafa sagt að myndin sé fordómafull og móðgandi. „Myndin er af karakter í leikriti. Þetta var vanhugsað gervi og aldrei meint á neikvæðan eða niðrandi hátt. Í sumarbúðum KFUM og KFUK kennum við börnum og unglingum að allir eru jafnir, alltaf. Í starfi okkar er leitast við að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu,“ segir í tilkynningunni frá KFUM og KFUK. Myndin var fjarlægð af Facebook síðu sumarbúðanna. Martina fagnar því að myndin hafi verið fjarlægð en skrifar þó að skaðinn sé nú þegar skeður. Í tilkynningunni frá sumarbúðunum kemur fram að KFUK og KFUM þakki fyrir allar ábendingarnar vegna málsins, þær séu teknar alvarlega. „Við biðjumst afsökunar og munum leitast við að atvik sem þetta endurtaki sig ekki.” Nicole Leigh Mosty, fyrrum þingmaður og verkefnastjóri hjá WOMEN, samtökum kvenna af erlendum uppruna, er ein þeirra sem hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar sagði hún atvikið ekki bara sorglegt heldur einfaldlega sjúkt. „Ertu ekki að grínast í mér! Hverjum í ósköpunum fannst þetta viðeigandi árið 2018? Black face var hætt fyrir þó nokkrum nokkrum árum! Sama dag og Alþingi samþykkir jafna meðferð vegna kynþáttar og þjóðernisupprunna sé ég þetta frá KFUM!”
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira