Lítil fyrirtæki nýta sér "strákana okkar“ í markaðsskyni í aðdraganda HM Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 21:34 Íslensku landsliðsmennirnir í tilheyrandi búningum merktum KSÍ fyrir leik á móti Noregi. Vísir/Andri Marinó Nokkuð hefur verið um að minni fyrirtæki nýti sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í téðri íþrótt næsta laugardag, í markaðsskyni. Þetta stríðir gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ en þurft hefur að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna þessa, að sögn markaðsráðgjafa sem starfar fyrir sambandið. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem reglur um notkun fyrirtækja á vörumerkjum sambandsins voru áréttaðar. Þar kemur fram að þónokkur dæmi um misnotkun hafi komið upp í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.Veitingastaðir, barir og bakarí gerst brotleg Darri Johansen, markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA, hefur fylgst með ólöglegri notkun fyrirtækja á vörumerki KSÍ og landsliðsbúningnum fyrir hönd KSÍ. Hann segir í samtali við Vísi að málin sem komið hafi upp á borð sambandsins snúi flest að litlum fyrirtækjum. „Það hefur eitthvað verið um að barir hafi verið að auglýsa að hægt sé að horfa á leikina hjá þeim, og jafnvel einhver bjór á tilboði,“ segir Darri. „Svo eru það veitingastaðir líka sem setja upp plaköt og svo höfum við séð tilboð hjá bakaríum þar sem fólk setur mynd af landsliðinu með. Þetta eru litlir aðilar og þá oft aðilar sem hlaupa fram úr sér og gera sér ekki grein fyrir því að þetta megi ekki.“Sjá einnig: Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Um ráðstafanir vegna brota á þessum reglum segir Darri að málin hafi verið leyst farsællega. „Þegar við komumst á snoðir um þetta höfum við haft samband við viðkomandi aðila og ég held að það megi segja að í öllum tilvikum hafi aðilarnar tekið allt strax úr umferð og beðist velvirðingar á þessu.“Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri hlupu á sig í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum þegar þeir létu mynda sig í íslenska landsliðsbúningnum.VísirTæmandi listi yfir samstarfsaðila Þá bendir hann á að vafamál geti auðvitað komið upp þegar reglurnar eru annars vegar. Þannig sé eðlilegt að leyfa t.d. verslunum sem selja landsliðsbúninginn að stilla upp veggspjöldum „Lykilatriði í þessu er auðvitað að það má ekki nota vörumerkið í markaðslegum tilgangi, að fyrirtækið sé ekki að kynna vöru eða þjónustu með því að nýta landsliðið á einhvern hátt.“ Á forsíðu vefsíðu KSÍ má sjá að samstarfsaðilar sambandsins eru Landsbankinn, Icelandair, N1, Vodafone, Advania og Coca Cola. Ný og stjörnum prýdd auglýsing þess síðastnefnda, sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði fyrir heimsmeistaramótið, hefur einmitt vakið mikla athygli á vefnum í dag. „Þetta eru aðilar sem kosta miklu til og gera vel,“ segir Darri um samstarfsaðilana. Hann ítrekar þó að umræddar reglur um vörumerki KSÍ snúa ekki að einstaklingum. „Það þarf ekki að óttast það að láta taka mynd af sér í treyjunni.“ HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30 Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Nokkuð hefur verið um að minni fyrirtæki nýti sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í téðri íþrótt næsta laugardag, í markaðsskyni. Þetta stríðir gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ en þurft hefur að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna þessa, að sögn markaðsráðgjafa sem starfar fyrir sambandið. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem reglur um notkun fyrirtækja á vörumerkjum sambandsins voru áréttaðar. Þar kemur fram að þónokkur dæmi um misnotkun hafi komið upp í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.Veitingastaðir, barir og bakarí gerst brotleg Darri Johansen, markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA, hefur fylgst með ólöglegri notkun fyrirtækja á vörumerki KSÍ og landsliðsbúningnum fyrir hönd KSÍ. Hann segir í samtali við Vísi að málin sem komið hafi upp á borð sambandsins snúi flest að litlum fyrirtækjum. „Það hefur eitthvað verið um að barir hafi verið að auglýsa að hægt sé að horfa á leikina hjá þeim, og jafnvel einhver bjór á tilboði,“ segir Darri. „Svo eru það veitingastaðir líka sem setja upp plaköt og svo höfum við séð tilboð hjá bakaríum þar sem fólk setur mynd af landsliðinu með. Þetta eru litlir aðilar og þá oft aðilar sem hlaupa fram úr sér og gera sér ekki grein fyrir því að þetta megi ekki.“Sjá einnig: Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Um ráðstafanir vegna brota á þessum reglum segir Darri að málin hafi verið leyst farsællega. „Þegar við komumst á snoðir um þetta höfum við haft samband við viðkomandi aðila og ég held að það megi segja að í öllum tilvikum hafi aðilarnar tekið allt strax úr umferð og beðist velvirðingar á þessu.“Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri hlupu á sig í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum þegar þeir létu mynda sig í íslenska landsliðsbúningnum.VísirTæmandi listi yfir samstarfsaðila Þá bendir hann á að vafamál geti auðvitað komið upp þegar reglurnar eru annars vegar. Þannig sé eðlilegt að leyfa t.d. verslunum sem selja landsliðsbúninginn að stilla upp veggspjöldum „Lykilatriði í þessu er auðvitað að það má ekki nota vörumerkið í markaðslegum tilgangi, að fyrirtækið sé ekki að kynna vöru eða þjónustu með því að nýta landsliðið á einhvern hátt.“ Á forsíðu vefsíðu KSÍ má sjá að samstarfsaðilar sambandsins eru Landsbankinn, Icelandair, N1, Vodafone, Advania og Coca Cola. Ný og stjörnum prýdd auglýsing þess síðastnefnda, sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði fyrir heimsmeistaramótið, hefur einmitt vakið mikla athygli á vefnum í dag. „Þetta eru aðilar sem kosta miklu til og gera vel,“ segir Darri um samstarfsaðilana. Hann ítrekar þó að umræddar reglur um vörumerki KSÍ snúa ekki að einstaklingum. „Það þarf ekki að óttast það að láta taka mynd af sér í treyjunni.“
HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30 Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44
Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30
Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32