Menningararfurinn í máli og myndum A Studio kynnir 23. nóvember 2018 11:30 Áslaug vinnur með rúnir og goðafræði í hönnun sinni. A studio Grafíski hönnuðurinn Áslaug Baldursdóttir frumsýnir fræðandi og fallegt spil um rúnir og goðafræði á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Spilið er framhald af rannsókn sem Áslaug vann fyrir bókina Bandrún, lokaverkefni hennar úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, þar sem hún endurhannaði rúnaletur og skrifaði um menningararfinn.Áslaug Baldursdóttir tekur þátt í sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina.„Ég hef haft áhuga á rúnum frá því ég var unglingur. Þekking Íslendinga á rúnum er hinsvegar ekki nægilega mikil, við getum almennt ekki lesið né ritað rúnir“ segir Áslaug. „Spilið var lengi á teikniborðinu þótt það spretti síðan út frá rannsókninni sem ég vann í lokaverkefninu mínu og bókinni Bandrún. Bókin er formstúdía á íslenskum rúnum og eldra rúnakerfinu en inniheldur einnig fróðleik um sögu rúnanna og goðafræði og sýnir fram á hvernig rúnirnar og goðafræðin tengjast með beinum hætti. Þetta er kjarninn í íslenskum menningarverðmætum,“ útskýrir Áslaug.Áslaug er hámenntuð, en hún hefur lokið sex háskólagráðum. „Öll mín menntun byggir á því að miðla og spilið er mín tilraun til miðla menningararfinum og að auka aðgengi og skilning á formunum sjálfum sem mynda letrið og þannig hjálpa fólki að beita því. Ég vona að mér takist það,“ segir hún enda spilið fallega útfært. En hvernig virkar það? „Spilið skiptist í tvo spilastokka, í öðrum þeirra eru rúnirnar, ein rún á hverju spili og tvö spil fyrir hverja rún. Hægt er að leggja niður rúnaspil og fræðast um rúnirnar og myndræna formbyggingu þeirra eða nýta spilið sem minnisspil." "Hinn stokkurinn snýr að goðafræðinni. Í þeim spilastokki eru 104 spilaspjöld og á þeim spilum eru goðin, ásynjur, jötnar og öll helstu kennimerki goðafræðinnar og þeim lýst. Lesin er upp lýsing af spili sem dregið er og spurt við hvern eða hvað lýsingin á. Þannig myndast fróðleikur um efnið á skemmtilegan og hagnýtan hátt,“ segir Áslaug. „Ég hugsa mér að spilið geti vel hentað miðstigi í grunnskóla og uppúr sem skemmtilegt og fræðandi kennslugagn en einnig fyrir fjölskyldur og fólk almennt. Þá er ég að vinna að þýðingu á spilinu á ensku, sem verður tilbúin fljótlega."Á sýningunni í Ráðhúsinu er Áslaug einnig með rúnaletrið sem hún hannaði á veggspjöldum, ýmist allt stafrófið eða einstaka rúnir, jólakort og merkimiða. Allar vörurnar eru prentaðar á Íslandi hjá Prentmet. „Gæðin í svona prentun eru mjög mikilvæg og nauðsynlegt að geta fylgst með prentuninni.“ segir Áslaug.Áslaug rekur hönnunarstofuna A Studio og nánar má forvitnast um fjölbreytta hönnun hennar á astudio.is. A Studio er einnig á facebook og á instagram. Þessi kynning er unnin í samstarfi við A Studio. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Grafíski hönnuðurinn Áslaug Baldursdóttir frumsýnir fræðandi og fallegt spil um rúnir og goðafræði á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Spilið er framhald af rannsókn sem Áslaug vann fyrir bókina Bandrún, lokaverkefni hennar úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, þar sem hún endurhannaði rúnaletur og skrifaði um menningararfinn.Áslaug Baldursdóttir tekur þátt í sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina.„Ég hef haft áhuga á rúnum frá því ég var unglingur. Þekking Íslendinga á rúnum er hinsvegar ekki nægilega mikil, við getum almennt ekki lesið né ritað rúnir“ segir Áslaug. „Spilið var lengi á teikniborðinu þótt það spretti síðan út frá rannsókninni sem ég vann í lokaverkefninu mínu og bókinni Bandrún. Bókin er formstúdía á íslenskum rúnum og eldra rúnakerfinu en inniheldur einnig fróðleik um sögu rúnanna og goðafræði og sýnir fram á hvernig rúnirnar og goðafræðin tengjast með beinum hætti. Þetta er kjarninn í íslenskum menningarverðmætum,“ útskýrir Áslaug.Áslaug er hámenntuð, en hún hefur lokið sex háskólagráðum. „Öll mín menntun byggir á því að miðla og spilið er mín tilraun til miðla menningararfinum og að auka aðgengi og skilning á formunum sjálfum sem mynda letrið og þannig hjálpa fólki að beita því. Ég vona að mér takist það,“ segir hún enda spilið fallega útfært. En hvernig virkar það? „Spilið skiptist í tvo spilastokka, í öðrum þeirra eru rúnirnar, ein rún á hverju spili og tvö spil fyrir hverja rún. Hægt er að leggja niður rúnaspil og fræðast um rúnirnar og myndræna formbyggingu þeirra eða nýta spilið sem minnisspil." "Hinn stokkurinn snýr að goðafræðinni. Í þeim spilastokki eru 104 spilaspjöld og á þeim spilum eru goðin, ásynjur, jötnar og öll helstu kennimerki goðafræðinnar og þeim lýst. Lesin er upp lýsing af spili sem dregið er og spurt við hvern eða hvað lýsingin á. Þannig myndast fróðleikur um efnið á skemmtilegan og hagnýtan hátt,“ segir Áslaug. „Ég hugsa mér að spilið geti vel hentað miðstigi í grunnskóla og uppúr sem skemmtilegt og fræðandi kennslugagn en einnig fyrir fjölskyldur og fólk almennt. Þá er ég að vinna að þýðingu á spilinu á ensku, sem verður tilbúin fljótlega."Á sýningunni í Ráðhúsinu er Áslaug einnig með rúnaletrið sem hún hannaði á veggspjöldum, ýmist allt stafrófið eða einstaka rúnir, jólakort og merkimiða. Allar vörurnar eru prentaðar á Íslandi hjá Prentmet. „Gæðin í svona prentun eru mjög mikilvæg og nauðsynlegt að geta fylgst með prentuninni.“ segir Áslaug.Áslaug rekur hönnunarstofuna A Studio og nánar má forvitnast um fjölbreytta hönnun hennar á astudio.is. A Studio er einnig á facebook og á instagram. Þessi kynning er unnin í samstarfi við A Studio.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira