Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Atli Ísleifsson skrifar 31. desember 2018 10:00 Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug, en þegar hefur birst frétt um fræga einstaklinga úti í heimi sem féllu frá á árinu. Vísir/Vilhelm Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug, en þegar hefur birst frétt um fræga einstaklinga úti í heimi sem féllu frá á árinu.ÞingmennGuðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður, lést í mars, 73 ára að aldri. Guðjón Arnar tók við formennsku í Frjálslynda flokknum af Sverri Hermannssyni árið 2003 og gegndi því embætti til ársins 2010. Hann sat á þingi fyrir Frjálslynda flokksins á árunum 1999-2009.Ingi Tryggvason, bóndi og fyrrverandi alþingismaður, lést í ágúst, 98 ára að aldri. Ingi var alþingmaður Norðurlands eystra á árunum 1974 til 1978. Hann sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn.Sverrir Hermannsson.Mynd/AlþingiSverrir Hermannsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést í mars, 88 ára að aldri. Sverrir sat á Alþingi 1971 til 1988 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Frjálslynda flokkinn 1998 til 2003. Hann var iðnaðarráðherra 1983 til 1985 og menntamálaráðherra 1985 til 1987. Sverrir var Landsbankastjóri 1988 til 1998.Menning og listirÁrni Ísleifsson hljóðfæraleikari lést í október, 91 árs að aldri. Árni var margreyndur píanóleikari og djasstónlistarmaður og hóf feril sinn árið 1945 er hann spilaði með hljómsveit Björns R. Einarssonar í Listamannaskálanum, sem var við hliðina á Alþingishúsinu. Hann rak Djasshátíð Egilsstaða fyrstu átján árin og hefur á ferli sínum gefið út eina vinylplötu sem kom út 1984 og tvo geisladiska.Ásgeir Long kvikmyndagerðarmaður lést í ágúst, níutíu ára að aldri. Hann var meðal frumkvöðla í íslenskri kvikmyndagerð, en þekktasta kvikmynd hans var líklegast Gilitrutt frá árinu 1957.Áslaug Ragnars, blaðamaður og rithöfundur, lést í júlí, 75 ára að aldri. Hún skrifaði tvær skáldsögur, Haustviku og Sylvíu, og annaðist þáttagerð bæði fyrir útvarp og sjónvarp.Benedikt Gunnarsson, listmálari og dósent í myndlist við KHÍ, lést í nóvember, 89 ára að aldri.Eyþór Þorláksson gítarleikari lést í desember, 88 ára að aldri. Hann starfaði alla tíð við tónlist, ýmist sem gítarleikari, útsetjari og kennari.Guðrún Þ. Stephensen.Guðrún Þ. Stephensen leikkona lést í apríl, 87 ára að aldri. Guðrún lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1954 og starfaði á ferli sínum bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Hún sat um árabil í þjóðleikhúsráði, starfaði við barnakennslu meðfram leiklistinni, lengst af í Kársnesskóla og lék fjöldann allan af hlutverkum í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hulda Steinunn Valtýsdóttir, fyrrverandi blaðamaður, þýðandi og borgarfulltrúi, lést í maí, 92 ára að aldri. Hún starfaði lengi á Morgunblaðinu og þýddi barnasögur og leikrit, meðal annars sögurnar um Bangsímon og leikritin Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og Karíus og Baktus eftir Thorbjørn Egner. Hún var sat í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1982 til 1986 og var varaborgarfulltrúi frá 1986 til 1990.Jóhann Jóhannsson.GettyJóhann Jóhannsson tónskáld lést á heimili sínu í Berlín þann 9. febrúar, 48 ára að aldri. Á undanförnum árum skapaði Jóhann sér nafn sem eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari ára. Hlaut hann Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything auk þess sem að hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna, Bafta og Grammyverðlauna fyrir tónlistina. Jóhann var á árum áður virkur í hljómsveitarlífinu á Ísland í hljómsveitunum Ham og Apparat Organ Quartet en var líklegast best þekktur fyrir kvikmyndatónlist sína. Ketill Larsen fjöllistamaður lést í apríl, 84 ára að aldri. Ketill tróð gjarnan upp sem Tóti trúður, málaði einnig myndir og fékkst líka við teikningar.Njáll Þórðarson, hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Lands og sona, lést í júní eftir baráttu við krabbamein. Hann varð 44 ára að gamall.Ólöf Pálsdóttir.AðsendÓlöf Pálsdóttir, myndhöggvari og heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést 21. febrúar, 97 ára að aldri. Ólöf sýndi og seldi verk víða um heim, en meðal verka hennar má nefna „Tónlistarmanninn”, höggmynd af sellóleikaranum Erling Blöndal Bengtsson, sem stendur við Hörpu.Sigrún Olsen, myndlistarkona og stofnandi Lótushúss, lést í apríl, 63 ára að aldri.Sigurður Svavarsson bókaútgefandi lést í október, 64 ára að aldri. Hann starfaði lengi hjá Máli og menningu og Eddu og stofnaði svo eigin útgáfu, Opnu, árið 2008.Stefán Karl Stefánsson.Fréttablaðið/StefánStefán Karl Stefánsson leikari lést í ágúst eftir baráttu við krabbamein. Hann varð 43 ára gamall. Stefán Karl fór með fjölda hlutverka bæði í leikhúsi og sjónvarpi en var líklegast hvað þekktastur fyrir að leika Glanna Glæp í barnaþáttunum Latabæ. Þættirnir voru sýndir í rúmlega 180 löndum og þýddir á fjölda tungumála.Tómas Tómasson tónlistarmaður féll frá í janúar, 63 ára að aldri. Tómas er líklegast til þekktastur fyrir að hafa verið í Stuðmönnum, hvar hann lék meðal annars á bassa, en það gerði hann einnig með Þursaflokknum og fleiri hljómsveitum.Þorsteinn (Jónsson) frá Hamri ljóðskáld lést í þann 28. janúar, 79 ára að aldri. Hann gaf meðal annars út 26 ljóðabækur og hlaut meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1992 fyrir bókina Sæfarinn sofandi. Skólar og vísindiBenedikt Hans Alfonsson, skólastjóri Siglingaskólans, lést í september, níutíu ára að aldri. Hann stofnaði Siglingaskólann árið 1984 og var frumkvöðull í kennslu í skútusiglingum á Íslandi.Erlingur Sigurðarson, skáld og kennari, lést á Akureyri í nóvember, sjötugur að aldri. Hann starfaði sem kennari við Menntaskólann á Akureyri 1978 til 1997 og var forstöðumaður Sigurhæða – Húss skáldsins á Akureyri frá 1997 til 2003.Guðmundur Rúnar Sighvatsson, fyrrverandi skólastjóri Austurbæjarskóla, lést í mars, 66 ára að aldri. Hann var skólastjóri Austurbæjarskóla á árunum 1995 til 2015.Kristín R. Thorlacius, kennari og þýðandi, lést í júní, 85 ára að aldri. Kristín kenndi lengst af við grunnskólann á Lýsuhóli í Staðarsveit, frá 1973 til 1994. Hún þýddi fjölda bóka, gaf út barnabækur og samdi ljóð.Kristján Árnason, fyrrverandi þýðandi og dósent í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, lést í júlí, 83 ára að aldri. Hann var sérstaklega gefinn fyrir gríska menningu. Ljóðabók hans, Einn dag enn, var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1990.Kristrún Eymundsdóttir, fyrrverandi framhaldsskólakennari, lést í desember 82 ára gömul. Kristrún starfaði við kennslu meðal annars við MA og Verzló þar sem hún kenndi frönsku, ensku og dönsku. Hún var einn af umsjónarmönnum Laga unga fólksins á RÚV frá 1959 og 1961.Margrét Guðnadóttir.Margrét Guðnadóttir, veirufræðingur og prófessor, lést þann 2. janúar, 88 ára að aldri. Margrét varð fyrst kvenna prófessor við Háskóla Íslands árið 1969 og gegndi því starfi í þrjátíu ár. Að læknisfræðinámi loknu starfaði Margrét við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum.Páll Theodórsson eðlisfræðingur lést í janúar, 89 ára að aldri. Hann starfaði meðal annars hjá Eðlisfræðistofnun Háskóla Íslands, síðar Raunvísindastofnun, og hafði umsjón við þættinum Tækni og vísindi í Ríkisútvarpinu 1961 til 1971.Sigurlás Þorleifsson, skólastjóri í Vestmannaeyjum, lést í apríl, sextugur að aldri. Hann varð bráðkvaddur í göngu á Heimakletti í Eyjum. Hann lék lengi með meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu.Valgarður Egilsson, yfirlæknir og prófessor, lést í desember, 78 ára að aldri. Auk þess að starfa sem læknir var Valgarður skáld og sinnti leiðsögn ferðamanna.Þuríður Jóhanna Kristjánsdóttir, fyrrverandi prófessor við Kennaraháskóla Íslands, lést í apríl níræð að aldri. Hún varð fyrsti prófessor við Kennaraháskólann árið 1973.Ævar Jóhannesson lést í mars, 87 ára gamall. Þrátt fyrir að vera ómenntaður vann Ævar í áratugi að vísindastörfum hjá Raunvísindadeild Háskólans. Hann fann þar á meðal upp hina frægu íssjá sem mælir þykkt jökla en fram að því hafði það verið ómögulegt.StjórnsýslaBjarni Bragi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, lést í júlí 89 ára að aldri.Eyjólfur Þór Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, lést í október, 68 ára að aldri. Eyjólfur tók við embætti forstjóra Vinnueftirlitsins árið 1981 og gegndi því til dánardags. Hann var einnig virkur í starfi Samfylkingarinnar og var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á árunum 2009 til 2014.Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur og staðgengill ríkisendurskoðanda, lést í júní, 66 ára að aldri. Hann starfaði hjá Ríkisendurskoðun í 29 ár.Snædís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur lést í október, 66 ára að aldri. Hún lét umhverfismál sig varða, skógrækt og landgræðslu. Hún starfaði lengi hjá sýslumanninum í Þingeyjarsýslu og stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Kaldbakskot.Sveinbjörn Dagfinnsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, lést í maí, níræður að aldri. Hann var ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu frá 1973 til 1995.Þorsteinn Ingólfsson, fyrrverandi sendiherra og ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, lést í júlí, 73 ára að aldri. ViðskiptiBato Miroslav Manojlovic, veitingamaður og stofnandi Austurlandahraðlestarinnar, lést í janúar, 51 árs að aldri. Bato flutti til Íslands árið 1993 þegar hann flúði stríðið í Júgóslavíu.Eiríkur Briem, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá RARIK og Landsneti, lést í október, sjötugur að aldri.Erling Garðar Jónasson, fyrrverandi forstjóri RARIK á Austurlandi og umdæmisstjóri fyrirtækisins á Vesturlandi og formaður Samtaka aldraðra, lést í ágúst 83 ára að aldri.Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Hvíta hússins auglýsingastofu, lést í desember, 73 ára að aldri.Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Heklu og sendiherra, lést í mars, áttræður að aldri. Hann varð forstjóri Heklu árið 1967 og gegndi því til ársins 1990. Hann var stjórnarformaður Stöðvar 2 á árunum 1993 til 1994, sendiherra Íslands í Þýskalandi 1995 til 2001 og sendiherra Íslands í Japan 2001 til 2004. Hann var formaður Listahátíðar 2004 til 2010 og formaður þjóðleikhúsráðs á árunum 2007 til 2014.Karl Harðarson, forstjóri ThorShip, lést í október, 59 ára að aldri. Hann starfaði lengi hjá Eimskipafélaginu en stofnaði ThorShip árið 2006.Óttarr Möller, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, lést í desember, 100 ára að aldri. Hann var forstjóri Eimskipafélagsins frá 1962 til 1979.Sigríður Hrólfsdóttir.Sigríður Hrólfsdóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Símans, varð bráðkvödd í janúar. Sigríður tók sæti í stjórn Símans í júlí 2013 og tók þá jafnframt við formennsku.Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Galdrasafnsins á Hólmavík, lést í nóvember, 57 ára gamall. Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi forstjóri BM Vallár, lést í nóvember, 75 ára að aldri. Víglundur var lengi umsvifamikill í íslensku atvinnulífi.Þorsteinn Hjaltested, bóndi og fjárfestir á Vatnsenda við Elliðavatn, lést í desember, 58 ára að aldri. Hann starfaði lengi sem matreiðslumaður og seldi og leigðu byggingarland á Vatnsenda. Hann varð skattakóngur árið 2011.Íþróttir, fjölmiðlar og fleiraFinnbjörn Þorvaldsson, margfalgur Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum, lést í júlí, 94 ára gamall. Finnbjörn var einn besti frjálsíþróttamaður Norðurlanda á árunum 1945 til 1952 og setti tugi Íslandsmeta í spretthlaupum og langstökki. Hann starfaði síðar sem fjármálastjóri Loftleiða.Haraldur Sigurðsson, fyrrverandi bankagjaldkeri og félagsmálafrömuður á Akureyri, lést í september, 93 ára að aldri. Hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1998.Ingibjörg Bjarnadóttir, betur þekkt sem Stúlla, lést eftir erfið veikindi þann 4. nóvember. Hún bjó og starfaði lengi á Akureyri sem þjóðþekkti ráðgjafi og spámiðill.Jóhannes Gunnarsson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, lést í janúar, 68 ára að aldri. Hann gegndi formennsku í Neytendasamtökunum í samtals þrjátíu ár.Jónas Kristjánsson.Fréttablaðið/GVAJónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, lést í júní, 78 ára gamall. Jónas sinnti fjölmörgum ritstjórnarstörfum, var fréttastjóri á Vísi og seinna meir ritstjóri allt til ársins 1975. Hann var einn stofnanda og ritstjóri Dagblaðsins árið 1975 og varð seinna meir ritstjóri DV í tuttugu ár, eða frá árinu 1981 til 2001. Hann var ritstjóri Fréttablaðsins árið 2002 og útgáfustjóri Eiðfaxa ehf. Hann var ritstjóri DV á árunum 2005 til 2006 og kenndi blaðamennsku við Háskólann í Reykjavík á árunum 2006 til 2008.Jónína Guðrún Britton Vestur-Íslendingur lést í Winnipeg í ágúst, 103 ára að aldri. Hún fæddist á bænum Engimýri í Riverton í Manitoba og var mjög stolt af íslenskri arfleifð sinni. Hún talaði góða íslensku og fylgdist vel með þjóðmálum á Íslandi. Forseti Íslands og utanríkisráðherra sendu Jónínu Guðrúnu kveðju árið 2015 í tilefni af aldarafmæli hennar.Kjartan K. Steinbach féll frá í október, 68 ára að aldri. Kjartan starfaði í handknattleikshreyfingunni í áratugi, fyrst sem dómari og síðan sem stjórnarmaður til margra ára.Kolbeinn Aron Arnarson, markmaður ÍBV í handbolta, lést á aðfangadag, 29 ára að aldri. Hann var einn af lykilmönnum í uppbyggingu og velgengni handboltans í Vestmannaeyjum undanfarin ár.Maria Jolanta Polanska, túlkur og þýðandi, lést í ágúst, 59 ára að aldri. Maria fluttist til Íslands frá Póllandi árið 1983. Hún vann lengi sem túlkur og stofnaði Túlkaþjónustuna árið 2010. Hún sérhæfði sig í túlkun á sviði heilbrigðismála.Pétur Gunnarsson blaðamaður lést í nóvember, 58 ára að aldri. Hann vann lengi vel á Morgunblaðinu áður en hann fór yfir á Fréttablaðið þar sem hann var fréttastjóri á fyrstu árum blaðsins. Hann varð síðar meir ritstjóri vefmiðilsins Eyjunnar og vann einnig sem fréttastjóri á Viðskiptablaðinu.Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, íslenskufræðingur og málfarsráðgjafi á RÚV, lést í október, 64 ára að aldri.Stefán Kristjánsson, stórmeistari í skák, lést þann 28. febrúar, 35 ára að aldri. Hann var útnefndur alþjóðlegur meistari í skák árið 2002 og árið 2011 varð hann stórmeistari í skák.Theodór Jóhannesson, sem var elstur karla á Íslandi, lést september, 104 ára að aldri. Theodór starfaði meðal annars hjá Kjötbúðinni Borg og hjá Flugfélagi Íslands.Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður lést í október, 71 árs að aldri. Úlfar var jafnan kenndur við veitingastað sinn Þrjá frakka við Baldursgötu sem hann stofnaði árið 1. mars 1989.Stuðst var við andlátstilkynningar á Vísi og í Morgunblaðinu við gerð listans. Andlát Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda. 30. desember 2016 11:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2017 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. 31. desember 2017 11:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2015 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 28. desember 2015 11:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug, en þegar hefur birst frétt um fræga einstaklinga úti í heimi sem féllu frá á árinu.ÞingmennGuðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður, lést í mars, 73 ára að aldri. Guðjón Arnar tók við formennsku í Frjálslynda flokknum af Sverri Hermannssyni árið 2003 og gegndi því embætti til ársins 2010. Hann sat á þingi fyrir Frjálslynda flokksins á árunum 1999-2009.Ingi Tryggvason, bóndi og fyrrverandi alþingismaður, lést í ágúst, 98 ára að aldri. Ingi var alþingmaður Norðurlands eystra á árunum 1974 til 1978. Hann sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn.Sverrir Hermannsson.Mynd/AlþingiSverrir Hermannsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést í mars, 88 ára að aldri. Sverrir sat á Alþingi 1971 til 1988 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Frjálslynda flokkinn 1998 til 2003. Hann var iðnaðarráðherra 1983 til 1985 og menntamálaráðherra 1985 til 1987. Sverrir var Landsbankastjóri 1988 til 1998.Menning og listirÁrni Ísleifsson hljóðfæraleikari lést í október, 91 árs að aldri. Árni var margreyndur píanóleikari og djasstónlistarmaður og hóf feril sinn árið 1945 er hann spilaði með hljómsveit Björns R. Einarssonar í Listamannaskálanum, sem var við hliðina á Alþingishúsinu. Hann rak Djasshátíð Egilsstaða fyrstu átján árin og hefur á ferli sínum gefið út eina vinylplötu sem kom út 1984 og tvo geisladiska.Ásgeir Long kvikmyndagerðarmaður lést í ágúst, níutíu ára að aldri. Hann var meðal frumkvöðla í íslenskri kvikmyndagerð, en þekktasta kvikmynd hans var líklegast Gilitrutt frá árinu 1957.Áslaug Ragnars, blaðamaður og rithöfundur, lést í júlí, 75 ára að aldri. Hún skrifaði tvær skáldsögur, Haustviku og Sylvíu, og annaðist þáttagerð bæði fyrir útvarp og sjónvarp.Benedikt Gunnarsson, listmálari og dósent í myndlist við KHÍ, lést í nóvember, 89 ára að aldri.Eyþór Þorláksson gítarleikari lést í desember, 88 ára að aldri. Hann starfaði alla tíð við tónlist, ýmist sem gítarleikari, útsetjari og kennari.Guðrún Þ. Stephensen.Guðrún Þ. Stephensen leikkona lést í apríl, 87 ára að aldri. Guðrún lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1954 og starfaði á ferli sínum bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Hún sat um árabil í þjóðleikhúsráði, starfaði við barnakennslu meðfram leiklistinni, lengst af í Kársnesskóla og lék fjöldann allan af hlutverkum í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hulda Steinunn Valtýsdóttir, fyrrverandi blaðamaður, þýðandi og borgarfulltrúi, lést í maí, 92 ára að aldri. Hún starfaði lengi á Morgunblaðinu og þýddi barnasögur og leikrit, meðal annars sögurnar um Bangsímon og leikritin Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og Karíus og Baktus eftir Thorbjørn Egner. Hún var sat í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1982 til 1986 og var varaborgarfulltrúi frá 1986 til 1990.Jóhann Jóhannsson.GettyJóhann Jóhannsson tónskáld lést á heimili sínu í Berlín þann 9. febrúar, 48 ára að aldri. Á undanförnum árum skapaði Jóhann sér nafn sem eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari ára. Hlaut hann Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything auk þess sem að hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna, Bafta og Grammyverðlauna fyrir tónlistina. Jóhann var á árum áður virkur í hljómsveitarlífinu á Ísland í hljómsveitunum Ham og Apparat Organ Quartet en var líklegast best þekktur fyrir kvikmyndatónlist sína. Ketill Larsen fjöllistamaður lést í apríl, 84 ára að aldri. Ketill tróð gjarnan upp sem Tóti trúður, málaði einnig myndir og fékkst líka við teikningar.Njáll Þórðarson, hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Lands og sona, lést í júní eftir baráttu við krabbamein. Hann varð 44 ára að gamall.Ólöf Pálsdóttir.AðsendÓlöf Pálsdóttir, myndhöggvari og heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést 21. febrúar, 97 ára að aldri. Ólöf sýndi og seldi verk víða um heim, en meðal verka hennar má nefna „Tónlistarmanninn”, höggmynd af sellóleikaranum Erling Blöndal Bengtsson, sem stendur við Hörpu.Sigrún Olsen, myndlistarkona og stofnandi Lótushúss, lést í apríl, 63 ára að aldri.Sigurður Svavarsson bókaútgefandi lést í október, 64 ára að aldri. Hann starfaði lengi hjá Máli og menningu og Eddu og stofnaði svo eigin útgáfu, Opnu, árið 2008.Stefán Karl Stefánsson.Fréttablaðið/StefánStefán Karl Stefánsson leikari lést í ágúst eftir baráttu við krabbamein. Hann varð 43 ára gamall. Stefán Karl fór með fjölda hlutverka bæði í leikhúsi og sjónvarpi en var líklegast hvað þekktastur fyrir að leika Glanna Glæp í barnaþáttunum Latabæ. Þættirnir voru sýndir í rúmlega 180 löndum og þýddir á fjölda tungumála.Tómas Tómasson tónlistarmaður féll frá í janúar, 63 ára að aldri. Tómas er líklegast til þekktastur fyrir að hafa verið í Stuðmönnum, hvar hann lék meðal annars á bassa, en það gerði hann einnig með Þursaflokknum og fleiri hljómsveitum.Þorsteinn (Jónsson) frá Hamri ljóðskáld lést í þann 28. janúar, 79 ára að aldri. Hann gaf meðal annars út 26 ljóðabækur og hlaut meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1992 fyrir bókina Sæfarinn sofandi. Skólar og vísindiBenedikt Hans Alfonsson, skólastjóri Siglingaskólans, lést í september, níutíu ára að aldri. Hann stofnaði Siglingaskólann árið 1984 og var frumkvöðull í kennslu í skútusiglingum á Íslandi.Erlingur Sigurðarson, skáld og kennari, lést á Akureyri í nóvember, sjötugur að aldri. Hann starfaði sem kennari við Menntaskólann á Akureyri 1978 til 1997 og var forstöðumaður Sigurhæða – Húss skáldsins á Akureyri frá 1997 til 2003.Guðmundur Rúnar Sighvatsson, fyrrverandi skólastjóri Austurbæjarskóla, lést í mars, 66 ára að aldri. Hann var skólastjóri Austurbæjarskóla á árunum 1995 til 2015.Kristín R. Thorlacius, kennari og þýðandi, lést í júní, 85 ára að aldri. Kristín kenndi lengst af við grunnskólann á Lýsuhóli í Staðarsveit, frá 1973 til 1994. Hún þýddi fjölda bóka, gaf út barnabækur og samdi ljóð.Kristján Árnason, fyrrverandi þýðandi og dósent í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, lést í júlí, 83 ára að aldri. Hann var sérstaklega gefinn fyrir gríska menningu. Ljóðabók hans, Einn dag enn, var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1990.Kristrún Eymundsdóttir, fyrrverandi framhaldsskólakennari, lést í desember 82 ára gömul. Kristrún starfaði við kennslu meðal annars við MA og Verzló þar sem hún kenndi frönsku, ensku og dönsku. Hún var einn af umsjónarmönnum Laga unga fólksins á RÚV frá 1959 og 1961.Margrét Guðnadóttir.Margrét Guðnadóttir, veirufræðingur og prófessor, lést þann 2. janúar, 88 ára að aldri. Margrét varð fyrst kvenna prófessor við Háskóla Íslands árið 1969 og gegndi því starfi í þrjátíu ár. Að læknisfræðinámi loknu starfaði Margrét við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum.Páll Theodórsson eðlisfræðingur lést í janúar, 89 ára að aldri. Hann starfaði meðal annars hjá Eðlisfræðistofnun Háskóla Íslands, síðar Raunvísindastofnun, og hafði umsjón við þættinum Tækni og vísindi í Ríkisútvarpinu 1961 til 1971.Sigurlás Þorleifsson, skólastjóri í Vestmannaeyjum, lést í apríl, sextugur að aldri. Hann varð bráðkvaddur í göngu á Heimakletti í Eyjum. Hann lék lengi með meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu.Valgarður Egilsson, yfirlæknir og prófessor, lést í desember, 78 ára að aldri. Auk þess að starfa sem læknir var Valgarður skáld og sinnti leiðsögn ferðamanna.Þuríður Jóhanna Kristjánsdóttir, fyrrverandi prófessor við Kennaraháskóla Íslands, lést í apríl níræð að aldri. Hún varð fyrsti prófessor við Kennaraháskólann árið 1973.Ævar Jóhannesson lést í mars, 87 ára gamall. Þrátt fyrir að vera ómenntaður vann Ævar í áratugi að vísindastörfum hjá Raunvísindadeild Háskólans. Hann fann þar á meðal upp hina frægu íssjá sem mælir þykkt jökla en fram að því hafði það verið ómögulegt.StjórnsýslaBjarni Bragi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, lést í júlí 89 ára að aldri.Eyjólfur Þór Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, lést í október, 68 ára að aldri. Eyjólfur tók við embætti forstjóra Vinnueftirlitsins árið 1981 og gegndi því til dánardags. Hann var einnig virkur í starfi Samfylkingarinnar og var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á árunum 2009 til 2014.Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur og staðgengill ríkisendurskoðanda, lést í júní, 66 ára að aldri. Hann starfaði hjá Ríkisendurskoðun í 29 ár.Snædís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur lést í október, 66 ára að aldri. Hún lét umhverfismál sig varða, skógrækt og landgræðslu. Hún starfaði lengi hjá sýslumanninum í Þingeyjarsýslu og stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Kaldbakskot.Sveinbjörn Dagfinnsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, lést í maí, níræður að aldri. Hann var ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu frá 1973 til 1995.Þorsteinn Ingólfsson, fyrrverandi sendiherra og ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, lést í júlí, 73 ára að aldri. ViðskiptiBato Miroslav Manojlovic, veitingamaður og stofnandi Austurlandahraðlestarinnar, lést í janúar, 51 árs að aldri. Bato flutti til Íslands árið 1993 þegar hann flúði stríðið í Júgóslavíu.Eiríkur Briem, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá RARIK og Landsneti, lést í október, sjötugur að aldri.Erling Garðar Jónasson, fyrrverandi forstjóri RARIK á Austurlandi og umdæmisstjóri fyrirtækisins á Vesturlandi og formaður Samtaka aldraðra, lést í ágúst 83 ára að aldri.Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Hvíta hússins auglýsingastofu, lést í desember, 73 ára að aldri.Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Heklu og sendiherra, lést í mars, áttræður að aldri. Hann varð forstjóri Heklu árið 1967 og gegndi því til ársins 1990. Hann var stjórnarformaður Stöðvar 2 á árunum 1993 til 1994, sendiherra Íslands í Þýskalandi 1995 til 2001 og sendiherra Íslands í Japan 2001 til 2004. Hann var formaður Listahátíðar 2004 til 2010 og formaður þjóðleikhúsráðs á árunum 2007 til 2014.Karl Harðarson, forstjóri ThorShip, lést í október, 59 ára að aldri. Hann starfaði lengi hjá Eimskipafélaginu en stofnaði ThorShip árið 2006.Óttarr Möller, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, lést í desember, 100 ára að aldri. Hann var forstjóri Eimskipafélagsins frá 1962 til 1979.Sigríður Hrólfsdóttir.Sigríður Hrólfsdóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Símans, varð bráðkvödd í janúar. Sigríður tók sæti í stjórn Símans í júlí 2013 og tók þá jafnframt við formennsku.Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Galdrasafnsins á Hólmavík, lést í nóvember, 57 ára gamall. Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi forstjóri BM Vallár, lést í nóvember, 75 ára að aldri. Víglundur var lengi umsvifamikill í íslensku atvinnulífi.Þorsteinn Hjaltested, bóndi og fjárfestir á Vatnsenda við Elliðavatn, lést í desember, 58 ára að aldri. Hann starfaði lengi sem matreiðslumaður og seldi og leigðu byggingarland á Vatnsenda. Hann varð skattakóngur árið 2011.Íþróttir, fjölmiðlar og fleiraFinnbjörn Þorvaldsson, margfalgur Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum, lést í júlí, 94 ára gamall. Finnbjörn var einn besti frjálsíþróttamaður Norðurlanda á árunum 1945 til 1952 og setti tugi Íslandsmeta í spretthlaupum og langstökki. Hann starfaði síðar sem fjármálastjóri Loftleiða.Haraldur Sigurðsson, fyrrverandi bankagjaldkeri og félagsmálafrömuður á Akureyri, lést í september, 93 ára að aldri. Hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1998.Ingibjörg Bjarnadóttir, betur þekkt sem Stúlla, lést eftir erfið veikindi þann 4. nóvember. Hún bjó og starfaði lengi á Akureyri sem þjóðþekkti ráðgjafi og spámiðill.Jóhannes Gunnarsson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, lést í janúar, 68 ára að aldri. Hann gegndi formennsku í Neytendasamtökunum í samtals þrjátíu ár.Jónas Kristjánsson.Fréttablaðið/GVAJónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, lést í júní, 78 ára gamall. Jónas sinnti fjölmörgum ritstjórnarstörfum, var fréttastjóri á Vísi og seinna meir ritstjóri allt til ársins 1975. Hann var einn stofnanda og ritstjóri Dagblaðsins árið 1975 og varð seinna meir ritstjóri DV í tuttugu ár, eða frá árinu 1981 til 2001. Hann var ritstjóri Fréttablaðsins árið 2002 og útgáfustjóri Eiðfaxa ehf. Hann var ritstjóri DV á árunum 2005 til 2006 og kenndi blaðamennsku við Háskólann í Reykjavík á árunum 2006 til 2008.Jónína Guðrún Britton Vestur-Íslendingur lést í Winnipeg í ágúst, 103 ára að aldri. Hún fæddist á bænum Engimýri í Riverton í Manitoba og var mjög stolt af íslenskri arfleifð sinni. Hún talaði góða íslensku og fylgdist vel með þjóðmálum á Íslandi. Forseti Íslands og utanríkisráðherra sendu Jónínu Guðrúnu kveðju árið 2015 í tilefni af aldarafmæli hennar.Kjartan K. Steinbach féll frá í október, 68 ára að aldri. Kjartan starfaði í handknattleikshreyfingunni í áratugi, fyrst sem dómari og síðan sem stjórnarmaður til margra ára.Kolbeinn Aron Arnarson, markmaður ÍBV í handbolta, lést á aðfangadag, 29 ára að aldri. Hann var einn af lykilmönnum í uppbyggingu og velgengni handboltans í Vestmannaeyjum undanfarin ár.Maria Jolanta Polanska, túlkur og þýðandi, lést í ágúst, 59 ára að aldri. Maria fluttist til Íslands frá Póllandi árið 1983. Hún vann lengi sem túlkur og stofnaði Túlkaþjónustuna árið 2010. Hún sérhæfði sig í túlkun á sviði heilbrigðismála.Pétur Gunnarsson blaðamaður lést í nóvember, 58 ára að aldri. Hann vann lengi vel á Morgunblaðinu áður en hann fór yfir á Fréttablaðið þar sem hann var fréttastjóri á fyrstu árum blaðsins. Hann varð síðar meir ritstjóri vefmiðilsins Eyjunnar og vann einnig sem fréttastjóri á Viðskiptablaðinu.Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, íslenskufræðingur og málfarsráðgjafi á RÚV, lést í október, 64 ára að aldri.Stefán Kristjánsson, stórmeistari í skák, lést þann 28. febrúar, 35 ára að aldri. Hann var útnefndur alþjóðlegur meistari í skák árið 2002 og árið 2011 varð hann stórmeistari í skák.Theodór Jóhannesson, sem var elstur karla á Íslandi, lést september, 104 ára að aldri. Theodór starfaði meðal annars hjá Kjötbúðinni Borg og hjá Flugfélagi Íslands.Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður lést í október, 71 árs að aldri. Úlfar var jafnan kenndur við veitingastað sinn Þrjá frakka við Baldursgötu sem hann stofnaði árið 1. mars 1989.Stuðst var við andlátstilkynningar á Vísi og í Morgunblaðinu við gerð listans.
Andlát Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda. 30. desember 2016 11:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2017 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. 31. desember 2017 11:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2015 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 28. desember 2015 11:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda. 30. desember 2016 11:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2017 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. 31. desember 2017 11:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2015 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 28. desember 2015 11:00