„Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2018 06:33 Frá vettvangi eldsvoðans í safninu á sunnudagskvöld. Tjónið er talið ómetanlegt. vísir/epa Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. Benda ýmsir á að ríkisstjórnin hafi ausið peningum í að halda Ólympíuleikana í Rio árið 2016 en á sama tíma skorið niður fjárframlög til menntunar- og menningarmála. Upptök eldsins eru enn óljós en Roberto Robaday, slökkviliðsstjóri Rio de Janeiro, hefur látið hafa eftir sér að brunahanarnir tveir sem voru næst safninu hafi verið án vatns. Það hafi torveldað slökkvistarf í byrjun.Höfðu barist lengi fyrir auknu fjármagni Stjórnendur þjóðminjasafnsins hafa sagt að tjónið sem varð í eldsvoðanum sé ómetanlegt en talið er að meirihluti þeirra 20 milljón muna sem þar voru geymdir hafi orðið eldinum að bráð. Á meðal þess sem geymt var á hinu 200 ára gamla safni voru egypskir fornmunir, steingervingar og 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu. Þá er talið að ómetanlegir fornmunir frá tímum frumbyggja í Rómönsku Ameríku hafi eyðilagst og fóru þar með heimildir um hvernig milljónir manna bjuggu í álfunni áður en Spánverjar og Portúgalar komu þangað á 15. og 16. öld. „Við börðumst fyrir auknu fjármagni í fjöldamörg ár svo við hefðum úr nægu að spila til þess að vernda það sem er nú algjörlega ónýtt. Ég fyllist vonleysi og mikilli reiði vegna þessa alls,“ sagði Luiz Duarte, einn stjórnenda safnsins, við fjölmiðla í gær. Mótmælendur saman við safnið í gær til að mótmæla forgansröðun og niðurskurði stjórnvalda og Bernando Mello Franco, einn þekktasti pistlahöfundur Brasilíu, hafði þetta að segja um eldsvoðann í grein sem hann skrifaði á vef O Globo, eins stærsta dagblaðs landsins, í gær: „Harmleikurinn á sunnudag er eins og sjálfsvíg heillar þjóðar. Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum.“ Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Sjá meira
Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. Benda ýmsir á að ríkisstjórnin hafi ausið peningum í að halda Ólympíuleikana í Rio árið 2016 en á sama tíma skorið niður fjárframlög til menntunar- og menningarmála. Upptök eldsins eru enn óljós en Roberto Robaday, slökkviliðsstjóri Rio de Janeiro, hefur látið hafa eftir sér að brunahanarnir tveir sem voru næst safninu hafi verið án vatns. Það hafi torveldað slökkvistarf í byrjun.Höfðu barist lengi fyrir auknu fjármagni Stjórnendur þjóðminjasafnsins hafa sagt að tjónið sem varð í eldsvoðanum sé ómetanlegt en talið er að meirihluti þeirra 20 milljón muna sem þar voru geymdir hafi orðið eldinum að bráð. Á meðal þess sem geymt var á hinu 200 ára gamla safni voru egypskir fornmunir, steingervingar og 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu. Þá er talið að ómetanlegir fornmunir frá tímum frumbyggja í Rómönsku Ameríku hafi eyðilagst og fóru þar með heimildir um hvernig milljónir manna bjuggu í álfunni áður en Spánverjar og Portúgalar komu þangað á 15. og 16. öld. „Við börðumst fyrir auknu fjármagni í fjöldamörg ár svo við hefðum úr nægu að spila til þess að vernda það sem er nú algjörlega ónýtt. Ég fyllist vonleysi og mikilli reiði vegna þessa alls,“ sagði Luiz Duarte, einn stjórnenda safnsins, við fjölmiðla í gær. Mótmælendur saman við safnið í gær til að mótmæla forgansröðun og niðurskurði stjórnvalda og Bernando Mello Franco, einn þekktasti pistlahöfundur Brasilíu, hafði þetta að segja um eldsvoðann í grein sem hann skrifaði á vef O Globo, eins stærsta dagblaðs landsins, í gær: „Harmleikurinn á sunnudag er eins og sjálfsvíg heillar þjóðar. Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum.“
Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Sjá meira
Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56
Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38