Telja spillingarásakanir gegn seðlabankastjóra geta verið hluta af áróðursherferð Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 22:13 Lögreglumenn gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Ilmars Rimsevics um helgina. Vísir/AFP Lettneska varnarmálaráðuneytið segir hugsanlegt að ásaskanir um spillingu sem leiddu til þess að seðlabankastjóri landsins var handtekinn séu liður í meiriháttar áróðursherferð sem sé ætlað að draga úr trausti á landið og hafa áhrif á kosningar þar í haust. Ilmars Rimsevics, seðlabankastjóri Lettlands, var settur í gæsluvarðhald á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa þegið mútur. Þá hafa komið fram ásakanir um að ABLV-bankinn, þriðji stærsti lánveitandi lettneska ríkisins, hafi gerst sekur um peningaþvætti og hjálpað Norður-Kóreu að komast undan refsiaðgerðum. Í yfirlýsingu segir varnarmálaráðuneyti landsins að þær ásakanir gætu verið runnar undan rifjum viðamikillar áróðursherferðar utanaðkomandi aðila, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Vitna til reynslu Frakka, Þjóðverja og BandaríkjamannaEkki kemur fram í yfirlýsingunni hver gæti staðið þar að baki en ráðuneytið segir að herferðinni svipi til þeirra sem hafa átt sér stað fyrir kosningar í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum undanfarið. Bandaríska leyniþjónustan er fullviss um að Rússar hafi staðið að baki tilraunum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016. Þrettán Rússar voru ákærðir á föstudag, grunaðir um að hafa tekið þátt í áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðlum. Rússum hefur einnig verið kennt um tilraunir til afskipta af forsetakosningum í Frakklandi í fyrra. Varnarmálaráðuneytið Lettlands telur að herferðin haldi áfram og hún beinist líklega að því að hafa áhrif á innanríkismál landsins og þingkosningar sem fara fram í október. Tilgangurinn sé að draga upp þá mynd að Lettar séu óáreiðanlegir bandamenn. Lettland Tengdar fréttir Forstjóri lettneska seðlabankans í gæsluvarðhald grunaður um spillingu Lögregluyfirvöld ruddust inn á heimili hans og skrifstofu fyrr í dag til að leita að vísbendingum vegna spillingarmáls. 18. febrúar 2018 16:43 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lettneska varnarmálaráðuneytið segir hugsanlegt að ásaskanir um spillingu sem leiddu til þess að seðlabankastjóri landsins var handtekinn séu liður í meiriháttar áróðursherferð sem sé ætlað að draga úr trausti á landið og hafa áhrif á kosningar þar í haust. Ilmars Rimsevics, seðlabankastjóri Lettlands, var settur í gæsluvarðhald á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa þegið mútur. Þá hafa komið fram ásakanir um að ABLV-bankinn, þriðji stærsti lánveitandi lettneska ríkisins, hafi gerst sekur um peningaþvætti og hjálpað Norður-Kóreu að komast undan refsiaðgerðum. Í yfirlýsingu segir varnarmálaráðuneyti landsins að þær ásakanir gætu verið runnar undan rifjum viðamikillar áróðursherferðar utanaðkomandi aðila, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Vitna til reynslu Frakka, Þjóðverja og BandaríkjamannaEkki kemur fram í yfirlýsingunni hver gæti staðið þar að baki en ráðuneytið segir að herferðinni svipi til þeirra sem hafa átt sér stað fyrir kosningar í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum undanfarið. Bandaríska leyniþjónustan er fullviss um að Rússar hafi staðið að baki tilraunum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016. Þrettán Rússar voru ákærðir á föstudag, grunaðir um að hafa tekið þátt í áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðlum. Rússum hefur einnig verið kennt um tilraunir til afskipta af forsetakosningum í Frakklandi í fyrra. Varnarmálaráðuneytið Lettlands telur að herferðin haldi áfram og hún beinist líklega að því að hafa áhrif á innanríkismál landsins og þingkosningar sem fara fram í október. Tilgangurinn sé að draga upp þá mynd að Lettar séu óáreiðanlegir bandamenn.
Lettland Tengdar fréttir Forstjóri lettneska seðlabankans í gæsluvarðhald grunaður um spillingu Lögregluyfirvöld ruddust inn á heimili hans og skrifstofu fyrr í dag til að leita að vísbendingum vegna spillingarmáls. 18. febrúar 2018 16:43 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Forstjóri lettneska seðlabankans í gæsluvarðhald grunaður um spillingu Lögregluyfirvöld ruddust inn á heimili hans og skrifstofu fyrr í dag til að leita að vísbendingum vegna spillingarmáls. 18. febrúar 2018 16:43