Með Titanic húðflúr og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 8. janúar 2018 20:16 Í Grindavík býr stærsti Titanic aðdáandi landsins og þótt víðar væri leitað. Hann horfði á myndina frægu allt að þrisvar á dag í æsku, er með Titanic húðflúr á brjóstkassanum og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins á Norður-Írlandi. Jórmundur Kristinsson er 26 ára gamall Grindvíkingur sem hefur verið heltekinn af óskarsverðlaunamyndinni um Titanic allt frá því hann sá hana fyrst sjö ára gamall. Hann á nú á heimili sínu gríðarstórt safn Titanic muna, bækur, mynddiska, fatnað og styttur. Jórmundur gaf sig fram eftir að Bíó Paradís auglýsti eftir stærstu Titanic aðdáendum landsins. Tilefnið er 20 ára afmælissýning myndarinnar sem fram fer í kvikmyndahúsinu þann 20. janúar. En hvað er það við þessa rómantísku stórslysasögu sem heillar hann svo mjög? „Ég eiginlega hreinlega veit það ekki en það er sko bara, mér finnst skipið svo flott. Hef alltaf verið svo heillaður af því, það var allt svo nýtt og svo magnað að þetta hafi getað eyðilagst á tveimur tímum. Svo er ástarsagan góð líka.“ Unnustinn með óþol Ástarsaga Jórmundar sjálfs tvinnast svo saman við sögu skipsins, en hann kynntist unnusta sínum þann 15. apríl fyrir nokkrum árum – á sömu dagsetningu og sjálft skipið sökk. Þeir trúlofuðu sig svo árið 2015 í Belfast á Norður-Írlandi, þar sem Titanic var smíðað. Jórmundur segir hins vegar að ofsafenginn áhugi hans á myndinni hafi ekki smitast yfir á unnustann. „Ég reyni að nýta tímann þegar ég er einn heima, þegar hann er að vinna kannski eða eitthvað svo ég geti horft á hana því hann þolir hana ekki. Fleiri í kringum mig hata þessa mynd. Mamma fær bara ælu þegar hún heyrir minnst á hana.“ Áhuginn fer ekkert Auk þess að eiga Titanic gripi af öllum gerðum er hann enn fremur með húðflúr á brjóstkassanum. Hann stefnir síðan á að fá sér annað og stærra Titanic flúr upp allan handlegginn öðru megin. En kemur aldrei sá tímapunktur að Jórmundur vaxi upp úr áhuga sínum á myndinni? „Þetta hefur mótað manneskjuna sem ég er þessi mynd og allt þetta. En ég held að ef þetta ætti að vaxa af manni þá væri það búið að gera það núna. ÉG er að verða 27 ára og ég er ennþá með þetta á heilanum.“ Húðflúr Titanic Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Í Grindavík býr stærsti Titanic aðdáandi landsins og þótt víðar væri leitað. Hann horfði á myndina frægu allt að þrisvar á dag í æsku, er með Titanic húðflúr á brjóstkassanum og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins á Norður-Írlandi. Jórmundur Kristinsson er 26 ára gamall Grindvíkingur sem hefur verið heltekinn af óskarsverðlaunamyndinni um Titanic allt frá því hann sá hana fyrst sjö ára gamall. Hann á nú á heimili sínu gríðarstórt safn Titanic muna, bækur, mynddiska, fatnað og styttur. Jórmundur gaf sig fram eftir að Bíó Paradís auglýsti eftir stærstu Titanic aðdáendum landsins. Tilefnið er 20 ára afmælissýning myndarinnar sem fram fer í kvikmyndahúsinu þann 20. janúar. En hvað er það við þessa rómantísku stórslysasögu sem heillar hann svo mjög? „Ég eiginlega hreinlega veit það ekki en það er sko bara, mér finnst skipið svo flott. Hef alltaf verið svo heillaður af því, það var allt svo nýtt og svo magnað að þetta hafi getað eyðilagst á tveimur tímum. Svo er ástarsagan góð líka.“ Unnustinn með óþol Ástarsaga Jórmundar sjálfs tvinnast svo saman við sögu skipsins, en hann kynntist unnusta sínum þann 15. apríl fyrir nokkrum árum – á sömu dagsetningu og sjálft skipið sökk. Þeir trúlofuðu sig svo árið 2015 í Belfast á Norður-Írlandi, þar sem Titanic var smíðað. Jórmundur segir hins vegar að ofsafenginn áhugi hans á myndinni hafi ekki smitast yfir á unnustann. „Ég reyni að nýta tímann þegar ég er einn heima, þegar hann er að vinna kannski eða eitthvað svo ég geti horft á hana því hann þolir hana ekki. Fleiri í kringum mig hata þessa mynd. Mamma fær bara ælu þegar hún heyrir minnst á hana.“ Áhuginn fer ekkert Auk þess að eiga Titanic gripi af öllum gerðum er hann enn fremur með húðflúr á brjóstkassanum. Hann stefnir síðan á að fá sér annað og stærra Titanic flúr upp allan handlegginn öðru megin. En kemur aldrei sá tímapunktur að Jórmundur vaxi upp úr áhuga sínum á myndinni? „Þetta hefur mótað manneskjuna sem ég er þessi mynd og allt þetta. En ég held að ef þetta ætti að vaxa af manni þá væri það búið að gera það núna. ÉG er að verða 27 ára og ég er ennþá með þetta á heilanum.“
Húðflúr Titanic Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira