Töluvert um meiðsli er hjá íslenska liðinu og eru því nokkrar breytingar frá síðasta leik liðsins, tapinu gegn Króatíu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.
Helsta breytingin er sú að Guðlaugur Vicor Pálsson er í byrjunarliði Íslands en hann var ekki í leikmannahópnum á HM. Guðlaugur verður á miðjunni í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar. Með honum á miðjunni er afmælisbarnið, Gylfi Þór Sigurðsson.
Hannes Þór Halldórsson verður í markinu að venju og þá er Birkir Már Sævarsson í hægri bakverði. Ari Freyr Skúlason kemur inn í vinstri bakvörðinn, en hann þekkir þá stöðu afar vel með landsliðinu. Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason eru svo miðverðir Íslands í dag.
Rúrik Gíslason og Birkir Bjarnason verða á köntunum og Jón Daði Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson eiga að skora mörkin.
Our starting lineup for the game today against Switzerland!#fyririslandpic.twitter.com/YDKRXdB8mG
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 8, 2018