Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2018 23:25 Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs. Khloé Kardashian Instagram Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa haft verulegar áhyggjur af viðbrögðum fólks þegar hún steig fram og deildi því með fylgjendum sínum að hún gæti ekki gefið dóttur sinni, True, brjóstamjólk. Hún hefði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikinn vilja ekki getað framleitt nægilega mikla mjólk fyrir dóttur sína. Hún segir að fólk sé fljótt að dæma mæður fyrir ákvarðanir þeirra, þær liggi afar vel við höggi. Hún ákvað að stíga fram og greina frá raunum sínum sem hún gerði á Twitter um helgina. Þegar hún sagði frá vonbrigðum sínum voru ófár mæður sem deildu með henni reynslu af erfiðleikum við brjóstagjöf. Hún sagði að það hefði verið erfitt fyrir sig tilfinningalega að gefast upp en brjóstagjöfin hefði einfaldlega ekki virkað fyrir hennar líkama. Hún hafði áður látið sig dreyma um góðar stundir með dóttur sína á brjósti til að auka á tengslamyndun barns og móður. Henni hefði ekki órað fyrir því hversu erfitt þetta ferli gæti verið í ljósi þess hversu vel gekk hjá systur hennar, Kourtney Kardashian. Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs. Hún hafi til að mynda leitað sér aðstoðar hjá brjóstagjafaráðgjafa, drukkið vel af vatni og hollum mat, notast við brjóstapumpu og farið í nuddmeðferðir. Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. Khloé hefði getað haldið þessu út af fyrir sig en hún kaus að stíga fram í krafti aðstöðu sinnar fyrir sig og aðrar mæður í sömu aðstæðum.Ugh it wasn't that easy for me. I tried every trick in the book- water, special cookies, power pumping, massages etc. I tried so very hard to continue. https://t.co/UYDjvbJHZg— Khloé (@khloekardashian) July 7, 2018 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa haft verulegar áhyggjur af viðbrögðum fólks þegar hún steig fram og deildi því með fylgjendum sínum að hún gæti ekki gefið dóttur sinni, True, brjóstamjólk. Hún hefði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikinn vilja ekki getað framleitt nægilega mikla mjólk fyrir dóttur sína. Hún segir að fólk sé fljótt að dæma mæður fyrir ákvarðanir þeirra, þær liggi afar vel við höggi. Hún ákvað að stíga fram og greina frá raunum sínum sem hún gerði á Twitter um helgina. Þegar hún sagði frá vonbrigðum sínum voru ófár mæður sem deildu með henni reynslu af erfiðleikum við brjóstagjöf. Hún sagði að það hefði verið erfitt fyrir sig tilfinningalega að gefast upp en brjóstagjöfin hefði einfaldlega ekki virkað fyrir hennar líkama. Hún hafði áður látið sig dreyma um góðar stundir með dóttur sína á brjósti til að auka á tengslamyndun barns og móður. Henni hefði ekki órað fyrir því hversu erfitt þetta ferli gæti verið í ljósi þess hversu vel gekk hjá systur hennar, Kourtney Kardashian. Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs. Hún hafi til að mynda leitað sér aðstoðar hjá brjóstagjafaráðgjafa, drukkið vel af vatni og hollum mat, notast við brjóstapumpu og farið í nuddmeðferðir. Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. Khloé hefði getað haldið þessu út af fyrir sig en hún kaus að stíga fram í krafti aðstöðu sinnar fyrir sig og aðrar mæður í sömu aðstæðum.Ugh it wasn't that easy for me. I tried every trick in the book- water, special cookies, power pumping, massages etc. I tried so very hard to continue. https://t.co/UYDjvbJHZg— Khloé (@khloekardashian) July 7, 2018
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira