Juventus býður í nýjasta undrabarn Norðmanna og Man Utd hefur líka áhuga Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. júlí 2018 13:30 Erling Håland er fæddur árið 2000 vísir/getty Ítalska stórveldið Juventus hefur bæst í kapphlaupið um norska undrabarnið Erling Braut Håland og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er Juve búið að leggja fimm milljón evra kauptilboð inn á borð Molde. Håland þessi hefur farið mikinn í norsku úrvalsdeildinni að undanförnu en hann hefur skorað alls átta mörk í 14 leikjum í Eliteserien á tímabilinu. Hann skoraði fjögur mörk á sautján mínútum í 4-0 sigri á Brann þann 1.júlí síðastliðinn og hélt uppteknum hætti í 5-1 sigri á Valerenga í fyrradag þar sem hann skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp eitt. Meðal áhorfenda á þeim leik voru forráðamenn Juventus en ítalska félagið hefur haft auga á pilti undanfarin ár, líkt og fleiri stórlið á borð við Man Utd en þjálfari Håland hjá Molde er Man Utd goðsögnin Ole Gunnar Solskjær. Juventus sendi þó ekki sína allra bestu menn þar sem framkvæmdastjórinn Giuseppe Marotta og yfirmaður íþróttamála Fabio Paratici vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá kaupum á Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. Man Utd hefur einnig áhuga á syni fyrrum erkifjanda félagsinsErling er fæddur í Leeds árið 2000 en þá lék pabbi hans, Alf-Inge Håland með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni og hefur Erling látið hafa eftir sér að hans draumur sé að vinna ensku úrvalsdeildina með Leeds United, sem leikur nú í ensku B-deildinni. Alf-Inge Håland átti ágætan feril í ensku úrvalsdeildinni með Nottingham Forest, Leeds og Manchester City en nafn hans er helst minnst vegna samskipta hans við Manchester United goðsögnina Roy Keane. Alf-Inge sakaði Keane eitt sinn um leikaraskap í leik Leeds og Man Utd árið 1997 og átti Keane eftir að hefna fyrir það nokkrum árum síðar, eða árið 2001 í grannaslag Man Utd og Man City með glæfralegri tæklingu. Alf-Inge neyddist til að hætta knattspyrnuiðkun vegna hnémeiðsla árið 2003 en þau eru þó ekki rakin beint til tæklingar Keane eins og gjarnan hefur verið talað um. Í kjölfar áhuga Man Utd á Erling hafa verið rifjuð upp ýmis ummæli sem Alf-Inge lét hafa eftir sér um Man Utd á þeim tíma sem hann lék fyrir Leeds og Man City en Alf-Inge var ekki bara óvinur Keane heldur fór hann aldrei leynt með hatur sitt á Man Utd. „Hann (Erling) er líklega ekki harðasti Manchester United stuðningsmaður í heimi. En ef þeir koma bankandi á dyrnar eru ekki margir sem geta sagt nei,“ sagði Ole Gunnar Solskjær þegar hann var spurður út í þessa umræðu.Erling Håland is the son of former Leeds and City player Alf Inge Håland. He has a history with Roy Kane https://t.co/e7sfP0nm9J— hash (@hashim0307) July 7, 2018 Fótbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Sjá meira
Ítalska stórveldið Juventus hefur bæst í kapphlaupið um norska undrabarnið Erling Braut Håland og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er Juve búið að leggja fimm milljón evra kauptilboð inn á borð Molde. Håland þessi hefur farið mikinn í norsku úrvalsdeildinni að undanförnu en hann hefur skorað alls átta mörk í 14 leikjum í Eliteserien á tímabilinu. Hann skoraði fjögur mörk á sautján mínútum í 4-0 sigri á Brann þann 1.júlí síðastliðinn og hélt uppteknum hætti í 5-1 sigri á Valerenga í fyrradag þar sem hann skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp eitt. Meðal áhorfenda á þeim leik voru forráðamenn Juventus en ítalska félagið hefur haft auga á pilti undanfarin ár, líkt og fleiri stórlið á borð við Man Utd en þjálfari Håland hjá Molde er Man Utd goðsögnin Ole Gunnar Solskjær. Juventus sendi þó ekki sína allra bestu menn þar sem framkvæmdastjórinn Giuseppe Marotta og yfirmaður íþróttamála Fabio Paratici vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá kaupum á Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. Man Utd hefur einnig áhuga á syni fyrrum erkifjanda félagsinsErling er fæddur í Leeds árið 2000 en þá lék pabbi hans, Alf-Inge Håland með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni og hefur Erling látið hafa eftir sér að hans draumur sé að vinna ensku úrvalsdeildina með Leeds United, sem leikur nú í ensku B-deildinni. Alf-Inge Håland átti ágætan feril í ensku úrvalsdeildinni með Nottingham Forest, Leeds og Manchester City en nafn hans er helst minnst vegna samskipta hans við Manchester United goðsögnina Roy Keane. Alf-Inge sakaði Keane eitt sinn um leikaraskap í leik Leeds og Man Utd árið 1997 og átti Keane eftir að hefna fyrir það nokkrum árum síðar, eða árið 2001 í grannaslag Man Utd og Man City með glæfralegri tæklingu. Alf-Inge neyddist til að hætta knattspyrnuiðkun vegna hnémeiðsla árið 2003 en þau eru þó ekki rakin beint til tæklingar Keane eins og gjarnan hefur verið talað um. Í kjölfar áhuga Man Utd á Erling hafa verið rifjuð upp ýmis ummæli sem Alf-Inge lét hafa eftir sér um Man Utd á þeim tíma sem hann lék fyrir Leeds og Man City en Alf-Inge var ekki bara óvinur Keane heldur fór hann aldrei leynt með hatur sitt á Man Utd. „Hann (Erling) er líklega ekki harðasti Manchester United stuðningsmaður í heimi. En ef þeir koma bankandi á dyrnar eru ekki margir sem geta sagt nei,“ sagði Ole Gunnar Solskjær þegar hann var spurður út í þessa umræðu.Erling Håland is the son of former Leeds and City player Alf Inge Håland. He has a history with Roy Kane https://t.co/e7sfP0nm9J— hash (@hashim0307) July 7, 2018
Fótbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Sjá meira