Jónas Björgvin skoraði tvö í ótrúlegum endurkomusigri Dagur Lárusson skrifar 30. júní 2018 18:00 Jónas Björgvin í baráttunni. vísir/vísir Jónas Björgvin skoraði tvö mörk í ótrúlegum sigri Þórsara á Selfyssingum í Inkasso deildinni í dag en Þórsarar eru í fjórða sæti eftir leikinn með sautján stig. Það var ljóst í byrjun leiks að Selfyssingar ætluðu sér sigur en þeir sóttu mikið og sköpuðu sér mikið af færum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljóst á 19. mínútu en þá fengu Selfyssingar aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Stefán Ragnar Guðlaugsson tók spyrnuna og hitti beint á kollinn á Þorsteini Daníel Þorsteinssyni sem kom Selfyssingum í forystu. Átta mínútum seinn var komið að Þortsteini að koma með stoðsendingu en þá tók hann horn sem endaði á kollinum á Guðmundi Hilmarssyni sem skoraði og kom sínu liði í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. Á 64. mínútu dró til tíðinda en þá varði Stefán Logi Magnússon skot frá leikmanni Þórs, en varði boltann þó út í teig og barst boltinn til Jónas Björgvins sem setti boltann í netið og hleypti spennu í leikinn. Eftir þetta mark var mikið líf í gestunum og sóttu þeir mikið og náðu að jafna metin á 72. mínútu en þá varð markaskorarinn Guðmundur Axel fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan því jöfn þegar um tuttugu mínútur voru eftir. Dramatíkin tók við eftir þetta. Aðeins tveimur mínútum seinna slapp Alvaro Montejo einn í gegnum vörn Selfyssinga eftir frábæra sendingu frá Ignacio Gil og skoraði hann framhjá Stefáni Logi og kom sínum mönnum yfir í fyrsta sinn í leiknum. Jónas Björgvin var aftur á ferðinni á 77. mínútu en þá skoraði hann með flottu skoti fyrir utan teig. Vörn Selfyssinga var algjörlega í molum. Þórsarar voru ekki saddir en á 79. mínútu skoraði Guðni Sigþórsson fimmta mark þeirra og gerði endanlega út um leikinn. Kristófer Páll Viðarsson náði að klóra aðeins í bakkann fyrir Selfoss með marki á 89. mínútu. Ótrúlegar lokamínútur sem færðu Þórsurum stigin þrjú sem sitja nú í fjórða sæti með sautján stig á meðan Selfoss er í tíunda sæti með átta stig. Í hinum leik dagsins tóku Magnamenn á móti Njarðvík en sá leikur endaði með 2-0 sigri Magna en það var Gunnar Örvar Stefánsson sem skoraði bæði mörk Magna á lokamínútunum. Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Jónas Björgvin skoraði tvö mörk í ótrúlegum sigri Þórsara á Selfyssingum í Inkasso deildinni í dag en Þórsarar eru í fjórða sæti eftir leikinn með sautján stig. Það var ljóst í byrjun leiks að Selfyssingar ætluðu sér sigur en þeir sóttu mikið og sköpuðu sér mikið af færum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljóst á 19. mínútu en þá fengu Selfyssingar aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Stefán Ragnar Guðlaugsson tók spyrnuna og hitti beint á kollinn á Þorsteini Daníel Þorsteinssyni sem kom Selfyssingum í forystu. Átta mínútum seinn var komið að Þortsteini að koma með stoðsendingu en þá tók hann horn sem endaði á kollinum á Guðmundi Hilmarssyni sem skoraði og kom sínu liði í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. Á 64. mínútu dró til tíðinda en þá varði Stefán Logi Magnússon skot frá leikmanni Þórs, en varði boltann þó út í teig og barst boltinn til Jónas Björgvins sem setti boltann í netið og hleypti spennu í leikinn. Eftir þetta mark var mikið líf í gestunum og sóttu þeir mikið og náðu að jafna metin á 72. mínútu en þá varð markaskorarinn Guðmundur Axel fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan því jöfn þegar um tuttugu mínútur voru eftir. Dramatíkin tók við eftir þetta. Aðeins tveimur mínútum seinna slapp Alvaro Montejo einn í gegnum vörn Selfyssinga eftir frábæra sendingu frá Ignacio Gil og skoraði hann framhjá Stefáni Logi og kom sínum mönnum yfir í fyrsta sinn í leiknum. Jónas Björgvin var aftur á ferðinni á 77. mínútu en þá skoraði hann með flottu skoti fyrir utan teig. Vörn Selfyssinga var algjörlega í molum. Þórsarar voru ekki saddir en á 79. mínútu skoraði Guðni Sigþórsson fimmta mark þeirra og gerði endanlega út um leikinn. Kristófer Páll Viðarsson náði að klóra aðeins í bakkann fyrir Selfoss með marki á 89. mínútu. Ótrúlegar lokamínútur sem færðu Þórsurum stigin þrjú sem sitja nú í fjórða sæti með sautján stig á meðan Selfoss er í tíunda sæti með átta stig. Í hinum leik dagsins tóku Magnamenn á móti Njarðvík en sá leikur endaði með 2-0 sigri Magna en það var Gunnar Örvar Stefánsson sem skoraði bæði mörk Magna á lokamínútunum.
Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira