Erlent

Eldar í nágrenni Manchester

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eldarnir hafa logað í þrjá sólarhringa.
Eldarnir hafa logað í þrjá sólarhringa. Vísir/Getty
Rúmlega 50 heimili hafa verið rýmd vegna gríðarlegra elda sem geisa í nágrenni ensku borgarinnar Manchester.

Eldur kom upp í mýrlendi skammt frá borginni á sunnudag og hefur logað nær sleitulaust síðan. Heitt var á svæðinu í gær og urðu þurrkar og hlýr vindur til þess að auka útbreiðslu eldsins.

Breski herinn er sagður í viðbragðsstöðu vegna eldanna en ekki hafa borist neinar fregnir af eigna- eða manntjóni.

Slökkviliðsmenn búast við því að þurfa að kljást áfram við eldinn næstu daga. Um 10 slökkviliðsbílar og þyrlur séu notaðar í aðgerðunum en eldsupptök liggja ekki fyrir.

Nánar má fræðast um málið á vef breska ríkisútvarpsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×