Innlent

Plötusnúðar ósamvinnuþýðir þegar loka átti Hendrix: „Það voru ekki allir tilbúnir að hætta partýinu“

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Skemmtistaðnum Hendrix var lokað í nótt vegna unglingadrykkju.
Skemmtistaðnum Hendrix var lokað í nótt vegna unglingadrykkju. Vísir
Plötusnúðar á skemmtistaðnum Hendrix reyndust ósamvinnuþýðir þegar lögregla lokaði staðnum um klukkan eitt í nótt. Mikið var af fólki þar undir lögaldri og ölvun mikil að sögn lögreglu.

Valgarður Valgarðsson, aðal­varðstjóri lög­reglu­stöðvar­inn­ar við Vín­lands­leið, segir í samtali við Vísi að plötusnúðarnir hafi truflað störf lögreglu og að lögregla hafi þurft að taka plötusnúðana til hliðar. Þeir voru handteknir en þeim sleppt að loknum aðgerða lögreglu. „Það var tregða við fyrirskipunum lögreglu um að loka staðnum. Það voru ekki allir tilbúnir að hætta partýinu,“ segir Valgarður.

„Mjög treglega gekk að loka staðnum vegna framgöngu starfsmanna og þeirra sem héldu uppi spilinu,“ sagði í dagbók lögreglu eins og áður hefur verið greint frá. 

Einnig kom fram í dagbók lögreglu að viðkomandi skemmtistaður hafi margítrekað komið við sögu viðlíkra mála og væntanlega munu leyfismál staðarins vera tekin til ítarlegrar skoðunar eftir helgina. „Við klárum okkar vinnu en leyfismál eru svo til afgreiðslu hjá sýslumanni,“ segir Valgarður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×