Vill skoða það að auglýsingatekjur RÚV fari í sjóð fyrir aðra fjölmiðla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 14:33 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé kominn tími á aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla. Fréttablaðið/Eyþór Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, vill skoða þann möguleika að láta auglýsingatekjur RÚV renna í sjóð sem standi öðrum fjölmiðlum opinn til þess að tekjuöflunin nýtist öllum fjölmiðlum jafnt. Hann telur það ekki vera vænlega lausn að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði því það sé ekki tryggt að auglýsingatekjurnar fari til annarra fjölmiðla. Stór hluti teknanna verði til vegna stöðu RÚV og gæti horfið ef almannaútvarpið hverfur af markaði. Sú lausn sem Kolbeinn bendir á sé vænlegri til að tryggja jafnræði á fjölmiðlamarkaði og til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Þetta segir Kolbeinn í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni sem fjallar um stöðu fjölmiðla á Íslandi.Nú sé kominn tími á aðgerðir „Þetta eru algjörlega óútfærðar hugmyndir, hvaða áhrif það hefði til dæmis á starfsemi RÚV og framlög frá ríkinu, en hendi þessu fram til umræðu. Mér finnst kominn tími til að við finnum réttu aðgerðirnar og framkvæmum þær,“ segir Kolbeinn. Hann segir að um grafalvarlega stöðu sé að ræða. Við séum búin að ræða málin í þaula og að nú sé kominn tími á aðgerðir. „Hvað í því felst veit ég ekki, en ég tel einboðið að skattaumhverfi fjölmiðla verði endurskoðað,“ segir Kolbeinn og bætir við að fjölmiðlar séu ekki eins og hvert annað fyrirtæki. Fjölmiðlar gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. „Fjölmiðlar eru ekki eins og hvert annað fyrirtæki, heldur mikilvægur hlekkur í gangverki lýðræðis. Það er því allt annað en sjálfgefið að um þá eigi að gilda sömu reglur og aðra, til dæmis þegar kemur að virðisaukaskatti.“Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu Kolbeins í heild sinni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, vill skoða þann möguleika að láta auglýsingatekjur RÚV renna í sjóð sem standi öðrum fjölmiðlum opinn til þess að tekjuöflunin nýtist öllum fjölmiðlum jafnt. Hann telur það ekki vera vænlega lausn að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði því það sé ekki tryggt að auglýsingatekjurnar fari til annarra fjölmiðla. Stór hluti teknanna verði til vegna stöðu RÚV og gæti horfið ef almannaútvarpið hverfur af markaði. Sú lausn sem Kolbeinn bendir á sé vænlegri til að tryggja jafnræði á fjölmiðlamarkaði og til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Þetta segir Kolbeinn í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni sem fjallar um stöðu fjölmiðla á Íslandi.Nú sé kominn tími á aðgerðir „Þetta eru algjörlega óútfærðar hugmyndir, hvaða áhrif það hefði til dæmis á starfsemi RÚV og framlög frá ríkinu, en hendi þessu fram til umræðu. Mér finnst kominn tími til að við finnum réttu aðgerðirnar og framkvæmum þær,“ segir Kolbeinn. Hann segir að um grafalvarlega stöðu sé að ræða. Við séum búin að ræða málin í þaula og að nú sé kominn tími á aðgerðir. „Hvað í því felst veit ég ekki, en ég tel einboðið að skattaumhverfi fjölmiðla verði endurskoðað,“ segir Kolbeinn og bætir við að fjölmiðlar séu ekki eins og hvert annað fyrirtæki. Fjölmiðlar gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. „Fjölmiðlar eru ekki eins og hvert annað fyrirtæki, heldur mikilvægur hlekkur í gangverki lýðræðis. Það er því allt annað en sjálfgefið að um þá eigi að gilda sömu reglur og aðra, til dæmis þegar kemur að virðisaukaskatti.“Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu Kolbeins í heild sinni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00
Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29
Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00