Fótbolti

Rudiger kallar eftir harðari refsingum fyrir kynþáttaníð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antonio Rudiger vill að fótboltayfirvöld taki harðar á kynþáttaníði stuðningsmanna.

Rudiger varð fyrir kynþáttaníði af stuðningsmönnum Roma þegar Chelsea spilaði við ítalska liðið í Meistaradeildinni síðasta vetur.

UEFA tók málið til skoðunar en sleppti Roma við refsingu.

„Það þarf að gera meira. Ef þeir gera ekki meira eru þeir alveg jafn slæmir og stuðningsmennirnir,“ sagði Rudiger.

„Þeim finnst kannski erfitt að refsa stuðningsmönnunum en fyrir mér er það klárt merki um að þeir samþykki þetta.“


Tengdar fréttir

Rudiger: Var tekinn úr hóp fyrir að gagnrýna Chelsea

Antonio Rudiger var ekki í leikmannahóp Chelsea gegn Southampton um helgina þrátt fyrir að vera heill heilsu. Hann segir knattspyrnustjórann hafa sett sig á bekkinn vegna gagnrýni á leikstíl Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×