Innlent

Páfinn skipar fjórtán nýja kardinála

Atli Ísleifsson skrifar
Frá athöfninni í Péturskirkjunni fyrr í dag.
Frá athöfninni í Péturskirkjunni fyrr í dag. Vísir/epa
Frans páfi skipaði í dag fjórtán nýja kardinála kaþólsku kirkjunnar. Þegar páfi ávarpaði kardinálana í Péturskirkjunni hvatti hann þá til að þjóna fátækum og kirkjunni, sækjast ekki eftir eigin gróða eða láta undan freistingum sem kunna að koma upp í Vatikaninu.

Hinir nýju kardinálar koma frá Írak, Pakistan, madagaskar, Japan, Perú, Mexíkó, Bólivíu, Póllandi, Portúgal, Spáni og Ítalíu.

Hinn 81 árs gamli Frans páfi tók við embætti páfa árið 2013 og hefur nú skipað 59 af þeim 125 kardinálum yngri en áttatíu ára. Þeir munu síðar velja eftirmann Frans páfa þegar sú stund kemur.

Eftir því sem kardinálum sem Frans skipar fjölgar aukast líkurnar á að næsti páfi haldi áfram á sömu línu og Frans páfi, það er að gera kaþólsku kirkjuna sumpart opnari og upp að vissu marki frjálslyndari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×