Ljósmæður gapandi og orðlausar yfir bréfi ráðuneytisins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2018 20:00 Ljósmæður í Reykjavík og á Akureyri hafa ákveðið að falla frá aðgerðum um yfirvinnubann eftir að fjármálaráðuneytið lýsti því yfir að þessar aðgerðir væru ólöglegar. Þær eru gapandi og orðlausar vegna málsins. Meirihluti ljósmæðra á fæðingar-og meðgöngudeildum í Reykjavík og á Akureyri lýsti því yfir í gær að þær ætluðu ekki að taka að sér yfirvinnu frá 1. maí fyrr en fyrr en kjarasamningur mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands lægi fyrir. Aðgerðirnar hófust eftir miðnætti. Um hádegi í dag barst tilkynning frá ljósmæðrum á Landspítalanum um að þær neyddust til að hætta aðgerðum. Ljósmæðrafélaginu hefði borist bréf frá ríkisvaldinu þess efnis að að aðgerðir ljósmæðra væru með öllu óheimilar. Í bréfinu frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu sem fréttastofa hefur undir höndum er meðal annars skorað á Ljósmæðrafélag Íslands að beita sér fyrir því að aðgerðum ljósmæðra verði hætt ella muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúræða. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, sendi svar í dag þar sem kemur fram að félagið standi ekki fyrir ólögmætum aðgerðum og hafni þeim aðdróttunum. Þá er skorað á ljósmæður að standa ekki að slíkum aðgerðum. Ljósmóðir á Landspítalanum segir félagið ekki aðila að málinu. Ljósmæður séu forviða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins. „Við erum eiginlega bara gapandi, gáttaðar og orðlausar. Það er eins og við megum bara ekki neitt og maður spyr sig erum við í Norður-Kóreu eða erum við á Íslandi?“ segir Guðrún Gunnlaugsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Hún segir að ljósmæður hafi neyðst til að hætta aðgerðum. „Við neyddumst til að senda aðra tilkynningu í dag, 1. maí, svolítið táknrænn dagur, þar sem við erum að reyna að berjast en fólk er barið niður,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37 Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Ljósmæður í Reykjavík og á Akureyri hafa ákveðið að falla frá aðgerðum um yfirvinnubann eftir að fjármálaráðuneytið lýsti því yfir að þessar aðgerðir væru ólöglegar. Þær eru gapandi og orðlausar vegna málsins. Meirihluti ljósmæðra á fæðingar-og meðgöngudeildum í Reykjavík og á Akureyri lýsti því yfir í gær að þær ætluðu ekki að taka að sér yfirvinnu frá 1. maí fyrr en fyrr en kjarasamningur mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands lægi fyrir. Aðgerðirnar hófust eftir miðnætti. Um hádegi í dag barst tilkynning frá ljósmæðrum á Landspítalanum um að þær neyddust til að hætta aðgerðum. Ljósmæðrafélaginu hefði borist bréf frá ríkisvaldinu þess efnis að að aðgerðir ljósmæðra væru með öllu óheimilar. Í bréfinu frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu sem fréttastofa hefur undir höndum er meðal annars skorað á Ljósmæðrafélag Íslands að beita sér fyrir því að aðgerðum ljósmæðra verði hætt ella muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúræða. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, sendi svar í dag þar sem kemur fram að félagið standi ekki fyrir ólögmætum aðgerðum og hafni þeim aðdróttunum. Þá er skorað á ljósmæður að standa ekki að slíkum aðgerðum. Ljósmóðir á Landspítalanum segir félagið ekki aðila að málinu. Ljósmæður séu forviða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins. „Við erum eiginlega bara gapandi, gáttaðar og orðlausar. Það er eins og við megum bara ekki neitt og maður spyr sig erum við í Norður-Kóreu eða erum við á Íslandi?“ segir Guðrún Gunnlaugsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Hún segir að ljósmæður hafi neyðst til að hætta aðgerðum. „Við neyddumst til að senda aðra tilkynningu í dag, 1. maí, svolítið táknrænn dagur, þar sem við erum að reyna að berjast en fólk er barið niður,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37 Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37
Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18
Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17