Viðskipti innlent

Sigurhjörtur til Korta

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Sigurhjörtur Sigfússon.
Sigurhjörtur Sigfússon.
Sigurhjörtur Sigfússon, fyrrverandi forstjóri verkfræðistofunnar Mannvits, hefur verið ráðinn forstöðumaður fjárstýringar Kortaþjónustunnar. Hann lét af störfum hjá Mannviti síðasta haust eftir að hafa gegnt starfi fjármálastjóra og síðar forstjóra frá árinu 2012.

Nokkrar breytingar hafa orðið á yfirstjórn Kortaþjónustunnar að undanförnu. Björgvin Skúli Sigurðsson var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins í byrjun ársins og stuttu síðar tók Gísli Heimisson til starfa sem forstöðumaður hugbúnaðarsviðs.

Kortaþjónustan rambaði á barmi gjaldþrots eftir greiðslustöðvun flugfélagsins Monarch í október. Í kjölfarið var gengið frá sölu á fyrirtækinu til hóps fjárfesta, sem var leiddur af Kviku, á eina krónu, en hópurinn lagði Kortaþjónustunni einnig til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×