Fótbolti

Rabiot ætlar að yfirgefa PSG: Barcelona næsti áfangastaður?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rabiot í leik með PSG.
Rabiot í leik með PSG. vísir/getty
Adrien Rabiot hefur tekið endanlega ákvörðun um að yfirgefa PSG en þetta staðfesti umboðsmaður hans við fjölmiðla.

Veronique Rabiot er ekki bara umboðsmaður Rabiot heldur er hún Veronique einnig móðir Rabiot. Hún segir að sambandið milli Rabiot og PSG sé endalega dautt.

Antero Henrqique, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG, sagði á mánudaginn að það stæði ekki til að framlengja samning Rabiot og að hann myndi verða bekkjaður fyrir framgöngu sína hvað varðar félagið á síðustu vikum.

Slúðurmiðlar í Frakklandi sögðu frá því fyrr í vikunni að Rabiot hefði verið í einhverjum viðræðum við Barcelona en móðir hans neitar því.

„Við megum ekki tala við neitt félag fyrr en fyrsta janúar og við munum ekki ræða við neinn fyrr en þá. Í sumar sagði ég við Henrique að Adrien vildi fara,“ sagði móðir hans.

„Félagið vildi ekki selja Adrien og það kom tilboð frá Barcelona í glugganum. Félagið neitaði og það var í fullum rétti til þess að gera það en þau töluðu ekki einu sinni við leikmanninn.“

„Það var sama staða upp á teningnum fyrir fjórum árum. Þegar Adrien var 19 vildi hann ekki streitast á móti og skrifaði undir samning. Nú er hann að kaupa sér frjálsræði með að fara,“ sagði Veronique.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×