Prins er fæddur Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2018 12:10 Hér sjást Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja frumsýna frumburð sinn, Georg prins, fyrir utan St Mary's-sjúkrahúsið þann 23. júlí 2013. Vísir/AFP Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins hafa eignast son. Drengurinn kom í heiminn klukkan 11:01 í morgun og heilsast bæði móður og barni vel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kensington-höll. Í tísti, sem birt var á Twitter-reikningi hallarinnar, segir að drengurinn hafi vegið um 15 merkur við fæðingu. Þá var Vilhjálmur viðstaddur fæðingu sonar síns. Í öðru tísti segir að aðrir fjölskyldumeðlimir, þar á meðal drottningin sjálf, hafi verið látnir vita af fæðingu drengsins en hann er nú sá fimmti í erfðaröð krúnunnar. Fréttir bárust af því í morgun að Katrín hefði verið lögð inn á fæðingardeild St. Mary's-sjúkrahússins í miðborg London en hún átti eldri börn sín tvö einnig á sjúkrahúsinu, Georg árið 2013 og Karlottu árið 2015.Her Royal Highness The Duchess of Cambridge was safely delivered of a son at 1101hrs.The baby weighs 8lbs 7oz.The Duke of Cambridge was present for the birth.Her Royal Highness and her child are both doing well.— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018 Mikill mannfjöldi safnaðist saman við dyr sjúkrahússins þegar greint var frá því að Katrín hefði verið lögð inn. Fæðingarinnar hafði verið með mikilli eftirvæntingu síðan tilkynnt var um í september síðastliðnum að von væri á barninu.Usual mayhem outside the Lindo Wing post #royalbaby announcement pic.twitter.com/vSXZpBRpd6— Chris Ship (@chrisshipitv) April 23, 2018 Katrín og Vilhjálmur vissu ekki hvert kyn barnsins yrði áður en þau mættu á fæðingardeildina í dag. Eins og hefðin býður hafa veðbankar spáð fyrir um það hvaða nafn verði valið á nýjasta meðlim konungsfjölskyldunnar en nöfnin Albert, Frederick, James og Philip eru talin líklegust til að hreppa vinninginn, nú þegar ljóst er að barnið er drengur. Eins og áður hefur komið fram þjáðist Katrín af hyperedemis gravidarum á meðgöngunni sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Fréttamenn söfnuðust saman fyrir utan spítalann í morgun.vÍSIR/AFPGert er ráð fyrir að prinsinn verði frumsýndur á tröppunum fyrir utan St Mary's-spítalann áður en langt um líður. Þegar Georg fæddist árið 2013 voru Katrín og Vilhjálmur mætt með hann dagsgamlan á tröppurnar en aðeins um tíu klukkustundir liðu frá fæðingu Karlottu og þangað til heimsbyggðin fékk að berja hana augum.Prince George and Princess Charlotte arrive at St Mary’s to meet their little brother. pic.twitter.com/rfX9rsdJhU — Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018Ádeilulistamaðurinn Kaya Mar var einn þeirra sem beið eftir fæðingu prinsins í morgun.Vísir/AFPEftirvæntingin í aðdáendahópnum var mikil.Vísir/AFP Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín lögð inn á fæðingardeild Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 23. apríl 2018 08:35 Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Litli prinsinn orðinn fjögurra ára Af þvi tilefni var blásið til myndatöku. 22. júlí 2017 15:56 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins hafa eignast son. Drengurinn kom í heiminn klukkan 11:01 í morgun og heilsast bæði móður og barni vel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kensington-höll. Í tísti, sem birt var á Twitter-reikningi hallarinnar, segir að drengurinn hafi vegið um 15 merkur við fæðingu. Þá var Vilhjálmur viðstaddur fæðingu sonar síns. Í öðru tísti segir að aðrir fjölskyldumeðlimir, þar á meðal drottningin sjálf, hafi verið látnir vita af fæðingu drengsins en hann er nú sá fimmti í erfðaröð krúnunnar. Fréttir bárust af því í morgun að Katrín hefði verið lögð inn á fæðingardeild St. Mary's-sjúkrahússins í miðborg London en hún átti eldri börn sín tvö einnig á sjúkrahúsinu, Georg árið 2013 og Karlottu árið 2015.Her Royal Highness The Duchess of Cambridge was safely delivered of a son at 1101hrs.The baby weighs 8lbs 7oz.The Duke of Cambridge was present for the birth.Her Royal Highness and her child are both doing well.— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018 Mikill mannfjöldi safnaðist saman við dyr sjúkrahússins þegar greint var frá því að Katrín hefði verið lögð inn. Fæðingarinnar hafði verið með mikilli eftirvæntingu síðan tilkynnt var um í september síðastliðnum að von væri á barninu.Usual mayhem outside the Lindo Wing post #royalbaby announcement pic.twitter.com/vSXZpBRpd6— Chris Ship (@chrisshipitv) April 23, 2018 Katrín og Vilhjálmur vissu ekki hvert kyn barnsins yrði áður en þau mættu á fæðingardeildina í dag. Eins og hefðin býður hafa veðbankar spáð fyrir um það hvaða nafn verði valið á nýjasta meðlim konungsfjölskyldunnar en nöfnin Albert, Frederick, James og Philip eru talin líklegust til að hreppa vinninginn, nú þegar ljóst er að barnið er drengur. Eins og áður hefur komið fram þjáðist Katrín af hyperedemis gravidarum á meðgöngunni sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Fréttamenn söfnuðust saman fyrir utan spítalann í morgun.vÍSIR/AFPGert er ráð fyrir að prinsinn verði frumsýndur á tröppunum fyrir utan St Mary's-spítalann áður en langt um líður. Þegar Georg fæddist árið 2013 voru Katrín og Vilhjálmur mætt með hann dagsgamlan á tröppurnar en aðeins um tíu klukkustundir liðu frá fæðingu Karlottu og þangað til heimsbyggðin fékk að berja hana augum.Prince George and Princess Charlotte arrive at St Mary’s to meet their little brother. pic.twitter.com/rfX9rsdJhU — Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018Ádeilulistamaðurinn Kaya Mar var einn þeirra sem beið eftir fæðingu prinsins í morgun.Vísir/AFPEftirvæntingin í aðdáendahópnum var mikil.Vísir/AFP
Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín lögð inn á fæðingardeild Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 23. apríl 2018 08:35 Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Litli prinsinn orðinn fjögurra ára Af þvi tilefni var blásið til myndatöku. 22. júlí 2017 15:56 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Katrín lögð inn á fæðingardeild Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 23. apríl 2018 08:35
Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31