„Við erum að fara svolítið mikið fram og til baka. Ég er síðan alveg að fara inn á síðasta árið mitt í fjarnáminu við Bifröst þar sem ég er að læra heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Síðan veikist ég í haust og fékk vægt heilablóðfall. Það vildi þannig til að þetta var bara á miðjum sunnudegi og ég hafði meira segja farið í messu um morguninn og var hún mjög andleg í róleg. Síðan eftir hádegi fer ég að verða rosalega þreytt og hugsa hvort ég þurfi bara að fara fá mér tvöfaldan expressó.“
Linda segist hafa fundið þarna að hún varð veikari með hverri mínútunni. Þegar þarna var komið við sögu þurfti kærasti Lindu að styðja við hana þegar hún gekk.
„Ég var búin að missa allan mátt og síðan fer ég að detta smá út. Ég heyri í raun allt sem verið var að segja í kringum mig en er í raun meðvitundarlaus á köflum. Það er ákveðið að skutlast með mig upp á sjúkrahús. Þegar þangað er komið kemur neyðarteymi út og ég ég er keyrð inn í hjólastól. Þar fór ég í allskyns heilaskanna og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna er ég alveg lömuð, nema ég gat aðeins hreyft annan fótlegginn. Það var það óhugnanlegasta við þetta. Ég skildi og skynjaði allt sem var í gangi en ég gat ekki tjáð mig.“

„Þetta var mjög óhugnanleg lífsreynsla og það er mjög erfitt að vera föst inni í líkamanum. Ég heyrði allt en gat ekki tjáð mig. Sem betur fer tók það innan við sólahring að fá smá saman máttinn aftur. Ég var mjög glöð þegar ég var farin að ganga í tíu mínútur í senn. Ég þakka bara fyrir hvað ég hef búin að lifa heilbrigðum lífstíl lengi og mánuði seinna var ég komin í ræktina aftur.“
Hún segist hafa farið hægt af stað og náð að byggja sig vel upp.
„Það er ekki nóg að hugsa bara um líkamlega heilsu og maður verður einnig að huga vel að andlegri heilsu. Þarna var ég undir miklu álagi og þetta verð útkoman. Ég er bara töffara og gefst aldrei upp. Kannski stundum einum of og það er allt í lagi að slaka á. Það er allt í lagi að gera ekki neitt stundum. Þetta vakti mig verulega til umhugsunar. Heilsan verður að vera númer 1, 2 og 3.“
Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.