Mohamed Salah er að fara spila í dag þegar Egyptar mæta Úrúgvæ í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í Rússlandi. Kannski væri þó betra fyrir hann að byrja á móti öðru liði en Úrúgvæ.
Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hefur síðan verið í miklu kapphlaupi að ná sér góðum fyrir HM. Ef marka má orð egypska landsliðsþjálfarans í gær þá vann Mohamed Salah það kapphlaup.
Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, var í viðtali hjá BBC og hann er viss um að Liverpool framherjinn fái heldur betur að finna fyrir því spili hann leikinn á móti Úrúgvæ í dag.
„Suður-Ameríubúar spila alltaf fast. Þeir eru með kraftmikla varnarmenn í Diego Godin og félögum og eins eru þeir Suarez og Cavani líka fastir fyrir. Salah verður skotskífa hjá þeim í þessum leik,“ sagði Leon Osman.
Mohamed Salah verður í það minnsta í mjög strangri gæslu en Liverpool maðurinn skoraði 44 mörk í 52 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili á Anfield og varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar 2017-18.
„Ég held að þeir munu láta hann finna vel fyrir sér og þá sérstaklega á þessum tíu fyrstu mínútum þegar menn vilja sjá hvernig staðan sé á öxlinni hans,“ sagði Osman.
„Ég er samt mjög spenntur að sjá bæði Salah og Suarez í þessum leik og hvor þeirra geri betur hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Osman.
Mohamed Salah hefur skorað 33 mörk í 57 landsleikjum þar af 11 mörk í 18 landsleikjum sínum frá og með 2016. Hann skoraði í eina landsleiknum sínum á árinu 2018 sem var á móti Portúgal í mars.
Segir að Salah verði skotskífa Úrúgvæmanna í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
