Innlent

Slökkviliðið í útkall á Litla-Hraun

Sylvía Hall skrifar
Brunavarnir Árnessýslu hafa haft í nógu að snúast í kvöld.
Brunavarnir Árnessýslu hafa haft í nógu að snúast í kvöld. Vísir/STefán
Senda þurfti slökkviliðið á Litla-Hraun þar sem þurfti að reykræsta um klukkan 21 í kvöld. Samkvæmt Pétri Péturssyni, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu, var um minniháttar verkefni að ræða og óljóst út frá hverju eldurinn kveiknaði.

Á Hellisheiði þurfti slökkviliðið að olíuhreinsa eftir bílslys nú fyrir skömmu, en í samtali við Vísi segir Pétur að ekki sé vitað hvort slys urðu á fólki. Einnig þurfti slökkviliðið á svæðinu að takast á við sinueld við Selfoss nú í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×