Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 17:52 Vísir/Pjetur „Ég er ekki „kunningi“ Braga Guðbrandssonar og hann hefur að mér vitandi aldrei gengið minna erinda.“ Þetta skrifar prestur og fyrrverandi formaður barnaverndarnefndar í tilkynningu til fjölmiðla vegna fréttaflutnings um son sinn og Braga Guðbrandsson, sem er í ársleyfi sem forstjóri Barnaverndarstofu, Í frétt Stundarinnar frá því í gær er haldið fram að Bragi hafi hlutast til um meðferð máls barna sem Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hélt utan um. Málið tengist föður sem grunaður var um kynferðisbrot gegn dætrum sínum og í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar er sagt frá því að Bragi hafi beitt sér fyrir því að faðirinn fengi að umgangast dætur sínar. Stundin hefur eftir prestinum, sem er afi stúlknanna, að hann hefði verið málkunnugur Braga á árum áður. Í yfirlýsingunni segir maðurinn hins vegar að Stundin geri honum upp kunningsskap við Braga.Afinn er prestur og fyrrverandi formaður barnaverndarnefndar. Hann segir trúnaðargögn sem lekið hefur verið til Stundarinnar vera úr samhengi og innihalda ósannar fullyrðingar.Sjá einnig: Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinuHann þvertekur þó fyrir að Bragi hafi gengið sinna erinda og segir þá ekki vera kunningja. Þeir hafi einungis hist einu sinni og það fyrir mörgum árum. „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ Afinn segir enn fremur að barnaverndaryfirvöld hafi aldrei „tálmað eða takmarkað umgengni sonar míns við dætur sínar, hvorki á grundvelli meints gruns um kynferðisbrot eða af öðrum ástæðum“. Því sé ekki mögulegt að Bragi, eða neinn maður, gæti haft áhrif á ákvarðanatöku barnaverndaryfirvalda. Hann segir lögreglu hafa tekið málið til rannsóknar vegna ásakana frá barnsmóður sonar hans og fjölskyldu hennar. Sú rannsókn hafi ekki bent til þess að sonur hans hafi brotið gegn dætrum sínum eða nokkrum öðrum.Segir engin svör hafa fengist Afinn segir einnig að hann hafi kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfshátta barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar eftir að móðir stúlknanna hafi haldið því fram að hún gæti ekki staðið við umgengnissamkomulag þar sem barnaverndarnefnd heimilaði ekki umgengni. Þeir hafi engin svör fengið frá barnaverndarnefnd um hvaðan þessi fullyrðing væri komin og hvort í gangi væri eitthvað mál sem gæti staðið í vegi fyrir umgengni. „Þetta gerði ég þar sem eiginkona mín var þá dauðvona og þráði það að geta hitt barnabörn sín síðustu jólin sem hún lifði. Ég hafði samband við alla yfirmenn sem mér hugkvæmdist hjá stofnunum barnaverndaryfirvalda og reyndi að fá svör. Þá óskaði ég eftir því að þeir beittu sér til að hafa milligöngu við barnsmóður sonar míns og fá hana með einhverjum hætti til að leyfa ömmu barnanna að kveðja þær.“ Í umfjöllun Stundarinnar segir að gögn sem Stundin hafi undir höndum staðfesti að Bragi og afinn hafi átt í stöðugum samskiptum í árslok 2016 og byrjun ársins 2017. Bragi hafi beitt þrýstingi til að reyna að fá móðir stúlknanna til að leyfa fjölskyldunni að hitta stúlkurnar.Á þeim tíma hafi tilvísunarbréf barnaverndarnefndar vegna málsins legið óhreyft í pósthólfi Barnahúss. Stundin segir að í bréfinu hafi verið farið fram á rannsóknarviðtöl við stúlkurnar „í ljósi sterkra og margvíslegra vísbendinga um að faðirinn hafi beitt þær kynferðisofbeldi“. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, hefur boðað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á fund nefndarinnar. Telur Halldór að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Opinn fundur velferðarnefndar um málið verður haldinn á miðvikudaginn, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins, en þar segir að velferðarráðuneytið hafi rannsakað kvörtun barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna starfa Braga og sagði félgasmálaráðherra að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi brotið af sér.Sjá einnig: Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Í áðurnefndri yfirlýsingu biður afinn einnig fjölmiðla, þingmenn og almenning um að „leyfa ekki heift og óbilgirni að særa fleiri“. „Hættið að nota saklaus börn sem skotfæri í ljótum leik stjórnmála- og embættismanna. Hversu mikilvægt sem þið teljið það að koma höggi á andstæðing, munið að það er raunverulegt fólk á bak við trúnaðargögnin sem þið fenguð einhvern til að leka. Og að sá sem lekur trúnaðargögnum velur hverju er lekið úr samhengi og hvaða ósannindum er hvíslað með.“ Tengdar fréttir Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. 27. apríl 2018 21:35 Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
„Ég er ekki „kunningi“ Braga Guðbrandssonar og hann hefur að mér vitandi aldrei gengið minna erinda.“ Þetta skrifar prestur og fyrrverandi formaður barnaverndarnefndar í tilkynningu til fjölmiðla vegna fréttaflutnings um son sinn og Braga Guðbrandsson, sem er í ársleyfi sem forstjóri Barnaverndarstofu, Í frétt Stundarinnar frá því í gær er haldið fram að Bragi hafi hlutast til um meðferð máls barna sem Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hélt utan um. Málið tengist föður sem grunaður var um kynferðisbrot gegn dætrum sínum og í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar er sagt frá því að Bragi hafi beitt sér fyrir því að faðirinn fengi að umgangast dætur sínar. Stundin hefur eftir prestinum, sem er afi stúlknanna, að hann hefði verið málkunnugur Braga á árum áður. Í yfirlýsingunni segir maðurinn hins vegar að Stundin geri honum upp kunningsskap við Braga.Afinn er prestur og fyrrverandi formaður barnaverndarnefndar. Hann segir trúnaðargögn sem lekið hefur verið til Stundarinnar vera úr samhengi og innihalda ósannar fullyrðingar.Sjá einnig: Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinuHann þvertekur þó fyrir að Bragi hafi gengið sinna erinda og segir þá ekki vera kunningja. Þeir hafi einungis hist einu sinni og það fyrir mörgum árum. „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ Afinn segir enn fremur að barnaverndaryfirvöld hafi aldrei „tálmað eða takmarkað umgengni sonar míns við dætur sínar, hvorki á grundvelli meints gruns um kynferðisbrot eða af öðrum ástæðum“. Því sé ekki mögulegt að Bragi, eða neinn maður, gæti haft áhrif á ákvarðanatöku barnaverndaryfirvalda. Hann segir lögreglu hafa tekið málið til rannsóknar vegna ásakana frá barnsmóður sonar hans og fjölskyldu hennar. Sú rannsókn hafi ekki bent til þess að sonur hans hafi brotið gegn dætrum sínum eða nokkrum öðrum.Segir engin svör hafa fengist Afinn segir einnig að hann hafi kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfshátta barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar eftir að móðir stúlknanna hafi haldið því fram að hún gæti ekki staðið við umgengnissamkomulag þar sem barnaverndarnefnd heimilaði ekki umgengni. Þeir hafi engin svör fengið frá barnaverndarnefnd um hvaðan þessi fullyrðing væri komin og hvort í gangi væri eitthvað mál sem gæti staðið í vegi fyrir umgengni. „Þetta gerði ég þar sem eiginkona mín var þá dauðvona og þráði það að geta hitt barnabörn sín síðustu jólin sem hún lifði. Ég hafði samband við alla yfirmenn sem mér hugkvæmdist hjá stofnunum barnaverndaryfirvalda og reyndi að fá svör. Þá óskaði ég eftir því að þeir beittu sér til að hafa milligöngu við barnsmóður sonar míns og fá hana með einhverjum hætti til að leyfa ömmu barnanna að kveðja þær.“ Í umfjöllun Stundarinnar segir að gögn sem Stundin hafi undir höndum staðfesti að Bragi og afinn hafi átt í stöðugum samskiptum í árslok 2016 og byrjun ársins 2017. Bragi hafi beitt þrýstingi til að reyna að fá móðir stúlknanna til að leyfa fjölskyldunni að hitta stúlkurnar.Á þeim tíma hafi tilvísunarbréf barnaverndarnefndar vegna málsins legið óhreyft í pósthólfi Barnahúss. Stundin segir að í bréfinu hafi verið farið fram á rannsóknarviðtöl við stúlkurnar „í ljósi sterkra og margvíslegra vísbendinga um að faðirinn hafi beitt þær kynferðisofbeldi“. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, hefur boðað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á fund nefndarinnar. Telur Halldór að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Opinn fundur velferðarnefndar um málið verður haldinn á miðvikudaginn, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins, en þar segir að velferðarráðuneytið hafi rannsakað kvörtun barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna starfa Braga og sagði félgasmálaráðherra að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi brotið af sér.Sjá einnig: Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Í áðurnefndri yfirlýsingu biður afinn einnig fjölmiðla, þingmenn og almenning um að „leyfa ekki heift og óbilgirni að særa fleiri“. „Hættið að nota saklaus börn sem skotfæri í ljótum leik stjórnmála- og embættismanna. Hversu mikilvægt sem þið teljið það að koma höggi á andstæðing, munið að það er raunverulegt fólk á bak við trúnaðargögnin sem þið fenguð einhvern til að leka. Og að sá sem lekur trúnaðargögnum velur hverju er lekið úr samhengi og hvaða ósannindum er hvíslað með.“
Tengdar fréttir Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. 27. apríl 2018 21:35 Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. 27. apríl 2018 21:35
Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38
Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10