Fótbolti

Maradona hættur sem þjálfari Al Fujairah

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maradona með einum af forráðamönnum liðsins.
Maradona með einum af forráðamönnum liðsins. vísir/afp
Goðsögnin Diego Maradona er hættur sem þjálfari Al Fujairah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir að liðið mistókst að koma sér upp um deild.

Þessi 57 ára gamla argentíska goðsögn hafði verið stjóri Al Fujairah síðan í maí 2017 en liðið leikur í B-deildinni. Eftir 1-1 jaftefli gegn Khorfakkan.

„Eftir leik dagsins og að það hafi orðið ljóst að liðið geti ekki komist upp um deild verður Diego Maradona ekki lengur þjálfari liðsins,” sagði lögmaður Maradona, Matias Morla.

Munnlegt samkomulag mun hafa náðst milli Maradona og Al Fujairah og óskaði hann félaginu alls hins besta í yfirlýsingu sinni.

Hann var einungis í ellefu mánuði þar í starfi en náði að koma liðinu í toppbaráttuna eftir að liðið hafði verið i banni síðustu tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×