Innlent

Átak í vegamálum, ásakanir á ráðherra og færiband Alþingis í Víglínunni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ríkisstjórnin ákvað í gær að ganga á varasjóðs vegna óvæntra atburða og setja helming hans eða fjóra milljarða króna í viðhald og uppbyggingu vega. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Sigurð Inga Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínuna til að ræða þessi mál og mögulega einkaframkvæmd í tengslum við stærri verkefni sem bíða úrlausna.

Þá verður fundað í velferðarnefnd Alþingis á mánudag vegna ásakana um að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og samflokksmaður Sigurðar Inga hafi leynt Alþingi gögnum í tengslum við meint afskipti forstjóra Barnaverndarstofu að barnaverndarmáli.

Undanfarna vikur hafa tugir mála komið til afgreiðslu á Alþingi sem gerir hlé á störfum sínum eftir rúma viku vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Þingflokksformennirnir Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar og Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins koma í Víglínuna til að fara yfir helstu átakamálin.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×