Erlent

Þrír skotnir til bana í New Orleans

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Árásarmennirnir skutu í gærkvöldi á hóp fólks.
Árásarmennirnir skutu í gærkvöldi á hóp fólks. Vísir/AP
Þrír létust og sjö særðust í skotárás í New Orleans í gærkvöldi.

Talsmaður Lögreglunnar í New Orleans, Aaron Looney, segir í yfirlýsingu að árásin hafi átt sér stað skammt frá franska hverfi borgarinnar á ellefta tímanum að staðartíma.

Tveir árásarmenn skutu á hóp fólks, að því er virðist af handahófi, og hurfu í kjölfarið inn í mannhafið. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við ódæðið að því er Reuters og AP greina frá.

Þrír voru þegar látnir þegar sjúkraliðar mættu á vettvang árásarinnar og þá hafa að minnsta kosti sjö verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Ekkert liggur fyrir um líðan þeirra að svo stöddu.

LaToya Cantrell, borgarstjóra New Orleans, er nóg boðið. Ofbeldi verði einfaldlega ekki liðið í borginni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×