Rotarar mætast í Kanada Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. október 2018 00:01 Vísir/Getty Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. Þeir Anthony Smith og Volkan Oezdemir hafa verið duglegir að klára bardaga sína snemma á undanförnum árum. Smith hefur verið að klára goðsagnir á borð við Mauricio ‘Shogun’ Rua og Rashad Evans á samanlagt rúmum tveimur mínútum. Smith hefur rotað þá báða og komið með ferska strauma í léttþungavigtina. Það sama gerði Volkan Oezdemir í fyrra. Oezdemir tók þá Jimi Manuwa og Misha Cirkunov á samanlagt rétt rúmri mínútu. Þó Manuwa og Cirkunov séu ekki goðsagnir eins og Rua og Evans þá má sjá margt sameiginlegt með þeim Smith og Oezdemir sem ætti að gera þetta að skemmtilegum bardaga. Oezdemir er þó talsvert yngri en síðustu andstæðingar Smith. Á sama kvöldi mun Artem Lobov, vinur og æfingafélagi Conor McGregor, mæta Michael Johnson. Lobov á ansi stóran þátt í þeim ríg sem myndaðist á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Conor réðst upphaflega á rútu Khabib í rútuárásinni frægu til að koma Lobov til varnar. Upphaflega átti Lobov að mæta Zubaira Tukhugov (æfingafélagi Khabib) en eftir að Tukhugov stökk inn í búrið og réðst á Conor í látunum á UFC 229 var bardaginn blásinn af. Michael Johnson kemur í hans stað og mætir Lobov í fjaðurvigt. Johnson náði ekki vigt í gær en hann tók bardagann með tveggja vikna fyrirvara og hefði Lobov átt að fá 20% launa Johnson fyrir vikið. Lobov afþakkaði það hins vegar enda vissi hann að Johnson tók bardagann með skömmum fyrirvara og var honum þakklátur fyrir það. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2 MMA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. Þeir Anthony Smith og Volkan Oezdemir hafa verið duglegir að klára bardaga sína snemma á undanförnum árum. Smith hefur verið að klára goðsagnir á borð við Mauricio ‘Shogun’ Rua og Rashad Evans á samanlagt rúmum tveimur mínútum. Smith hefur rotað þá báða og komið með ferska strauma í léttþungavigtina. Það sama gerði Volkan Oezdemir í fyrra. Oezdemir tók þá Jimi Manuwa og Misha Cirkunov á samanlagt rétt rúmri mínútu. Þó Manuwa og Cirkunov séu ekki goðsagnir eins og Rua og Evans þá má sjá margt sameiginlegt með þeim Smith og Oezdemir sem ætti að gera þetta að skemmtilegum bardaga. Oezdemir er þó talsvert yngri en síðustu andstæðingar Smith. Á sama kvöldi mun Artem Lobov, vinur og æfingafélagi Conor McGregor, mæta Michael Johnson. Lobov á ansi stóran þátt í þeim ríg sem myndaðist á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Conor réðst upphaflega á rútu Khabib í rútuárásinni frægu til að koma Lobov til varnar. Upphaflega átti Lobov að mæta Zubaira Tukhugov (æfingafélagi Khabib) en eftir að Tukhugov stökk inn í búrið og réðst á Conor í látunum á UFC 229 var bardaginn blásinn af. Michael Johnson kemur í hans stað og mætir Lobov í fjaðurvigt. Johnson náði ekki vigt í gær en hann tók bardagann með tveggja vikna fyrirvara og hefði Lobov átt að fá 20% launa Johnson fyrir vikið. Lobov afþakkaði það hins vegar enda vissi hann að Johnson tók bardagann með skömmum fyrirvara og var honum þakklátur fyrir það. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2
MMA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira