Dylan og Ronan Farrow mjög ósatt við viðtalið eldfima Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2018 10:20 Frá vinstri: Ronan Farrow, Dylan Farrow, Mia Farrow, Soon-Yi Previn og Woody Allen. Vísir/Getty Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi „undarlegan tilbúning.“ Mia og Allen ættleiddu Dylan en Ronan er sonur Miu og Woody Allen. Vísir fjallaði fyrr í dag um viðtalið við Soon-Yi Previn sem þykir eldfimt . Í því kemur Soon-Yi eiginmanni sínum til varnar en Dylan hefur sakað hann um að hafa misnotað sig kynferðislega er hún var aðeins sjö ára gömul. Í yfirlýsingu sem Dylan birti á Twitter vegna viðtalsins gagnrýnir hún harðlega að Daphne Merkin hafi tekið viðtalið en í því tiltekur blaðakonan sjálf að hún og Allen hafi verið vinir um áratuga skeið. „Sú hugmynd að láta vin meints níðings skrifa einnar hliðar árás þar sem hann ræðst á trúverðugleika fórnarlamba sinna er ógeðsleg,“ skrifaði Dylan en undir þetta tekur Ronan sem starfar sjálfur sem blaðamaður og getið hefur sér gott orð fyrir afhjúpandi umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi valdamanna í Hollywood. „Ég er hneykslaður á algjöru virðingarleysi við staðreyndir, það að ekki hafi verið leitað til þeirra sem urðu vitni að því sem fjallað er um í viðtalinu og gátu mótmælt þeim ósannindum sem finna má í viðtalinu,“ skrifaði Ronan. Í viðtalinu sakaði Soon-Yi Miu um að hafa nýtt sér MeToo-hreyfinguna til þess að koma höggi á Allen og að hún hafi stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Þá sagði hún einnig að Mia hafi beitt sig ofbeldi í æsku. Statement on New York magazine, which has done something shameful here: pic.twitter.com/xGeQP341OG — Ronan Farrow (@RonanFarrow) September 17, 2018 Koma bæði Ronan og Dylan Miu til varnar. Segir Ronan að Mia hafi verið og sé enn afar umhyggjusöm og að viðtalið sé aðeins tilraun Woody Allen og bandamanna til þess að grafa undan trúverðugleika Dylan. Þá segir Dylan að enginn sé „stilla henni upp sem fórnarlambi“ og að New York Magazine ætti að skammast sín fyrir að birta viðtalið. MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Henni var kennt að hata mig Wood Allen svarar dóttur sinni, Dylan Farrow. 9. febrúar 2014 14:05 Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi „undarlegan tilbúning.“ Mia og Allen ættleiddu Dylan en Ronan er sonur Miu og Woody Allen. Vísir fjallaði fyrr í dag um viðtalið við Soon-Yi Previn sem þykir eldfimt . Í því kemur Soon-Yi eiginmanni sínum til varnar en Dylan hefur sakað hann um að hafa misnotað sig kynferðislega er hún var aðeins sjö ára gömul. Í yfirlýsingu sem Dylan birti á Twitter vegna viðtalsins gagnrýnir hún harðlega að Daphne Merkin hafi tekið viðtalið en í því tiltekur blaðakonan sjálf að hún og Allen hafi verið vinir um áratuga skeið. „Sú hugmynd að láta vin meints níðings skrifa einnar hliðar árás þar sem hann ræðst á trúverðugleika fórnarlamba sinna er ógeðsleg,“ skrifaði Dylan en undir þetta tekur Ronan sem starfar sjálfur sem blaðamaður og getið hefur sér gott orð fyrir afhjúpandi umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi valdamanna í Hollywood. „Ég er hneykslaður á algjöru virðingarleysi við staðreyndir, það að ekki hafi verið leitað til þeirra sem urðu vitni að því sem fjallað er um í viðtalinu og gátu mótmælt þeim ósannindum sem finna má í viðtalinu,“ skrifaði Ronan. Í viðtalinu sakaði Soon-Yi Miu um að hafa nýtt sér MeToo-hreyfinguna til þess að koma höggi á Allen og að hún hafi stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Þá sagði hún einnig að Mia hafi beitt sig ofbeldi í æsku. Statement on New York magazine, which has done something shameful here: pic.twitter.com/xGeQP341OG — Ronan Farrow (@RonanFarrow) September 17, 2018 Koma bæði Ronan og Dylan Miu til varnar. Segir Ronan að Mia hafi verið og sé enn afar umhyggjusöm og að viðtalið sé aðeins tilraun Woody Allen og bandamanna til þess að grafa undan trúverðugleika Dylan. Þá segir Dylan að enginn sé „stilla henni upp sem fórnarlambi“ og að New York Magazine ætti að skammast sín fyrir að birta viðtalið.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Henni var kennt að hata mig Wood Allen svarar dóttur sinni, Dylan Farrow. 9. febrúar 2014 14:05 Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30