Fullkomin óvissa og lagerinn lítill Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2019 12:00 Toys R' Us rekur meðal annars verslun á Smáratorgi. Vísir/Vilhelm Framtíð verslana Toys R'Us hér á landi er enn í óvissu. Þetta segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri á Smáratorgi. Danska móðurfyrirtækið Top Toy var úrskurðað gjaldþrota í lok desember en félagið hafði vikur og mánuði á undan unnið að endurskipulagningu til að bjarga rekstrinum. „Það hafa engar fregnir borist í morgun,“ segir Sigurður. „Staðan er sú sama og síðustu vikur.“Fram hefur komið að verslanir verði opnar út janúar hið minnsta. Þá voru viðskiptavinir hvattir til að nota gjafabréf meðan hægt væri.Ekki stór lager Hann segir ekki von á neinum nýjum leikföngum á næstunni. Það sem hafi bæst í hillur verslunarinnar á Smáratorgi sé það sem barst á milli jóla og nýárs. „Stock-ið er ekki mikið,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort starfsfólk sé áhyggjufullt segir hann bæði já og nei. Vissulega sé mikil óvissa í loftinu. Auk verslunarinnar á Smáratorgi eru Toys R'Us verslanir á Glerártorgi á Akureyri og Kringlunni í Reykjavík.Tíðar fregnir af rekstrarvanda Norskir miðlar áætluðu í lok desember að öllum verslunum Toys R' Us þar í landi yrði lokað á næstunni og 330 starfsmenn keðjunnar í Noregi myndu missa vinnuna. Sama óvissa virðist vera uppi í verslunum þar í landi og beðið tíðinda frá Danmörku. Rekstrarörðugleikar Toys R' Us hafa ratað reglulega í fréttirnar á síðustu mánuðum. Í upphafi desember kom fram að Top Toy hefði í hyggju að loka hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrr á árinu var auk þess greint frá því að öllum verslunum Toys R' Us í Bretlandi og Bandaríkjunum yrði lokað. Gríðarlegar skuldir eru sagðar hafa sligað fyrirtækið, auk þess sem Toys R' Us hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Neytendur Tengdar fréttir Viðskiptavinir Toys R' Us hvattir til að nýta gjafabréf „meðan það er hægt“ Enn liggur ekkert fyrir um framtíð verslana Toys R' Us á Íslandi. 2. janúar 2019 11:07 Móðurfélag Toys R' Us á Íslandi gjaldþrota Léleg jólaverslun reið Top Toy að fullu. 28. desember 2018 16:21 Toys R' Us opið út janúar hið minnsta Verslanir Toys R' Us á Íslandi verða opnar út janúarmánuð hið minnsta. 7. janúar 2019 10:38 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Framtíð verslana Toys R'Us hér á landi er enn í óvissu. Þetta segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri á Smáratorgi. Danska móðurfyrirtækið Top Toy var úrskurðað gjaldþrota í lok desember en félagið hafði vikur og mánuði á undan unnið að endurskipulagningu til að bjarga rekstrinum. „Það hafa engar fregnir borist í morgun,“ segir Sigurður. „Staðan er sú sama og síðustu vikur.“Fram hefur komið að verslanir verði opnar út janúar hið minnsta. Þá voru viðskiptavinir hvattir til að nota gjafabréf meðan hægt væri.Ekki stór lager Hann segir ekki von á neinum nýjum leikföngum á næstunni. Það sem hafi bæst í hillur verslunarinnar á Smáratorgi sé það sem barst á milli jóla og nýárs. „Stock-ið er ekki mikið,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort starfsfólk sé áhyggjufullt segir hann bæði já og nei. Vissulega sé mikil óvissa í loftinu. Auk verslunarinnar á Smáratorgi eru Toys R'Us verslanir á Glerártorgi á Akureyri og Kringlunni í Reykjavík.Tíðar fregnir af rekstrarvanda Norskir miðlar áætluðu í lok desember að öllum verslunum Toys R' Us þar í landi yrði lokað á næstunni og 330 starfsmenn keðjunnar í Noregi myndu missa vinnuna. Sama óvissa virðist vera uppi í verslunum þar í landi og beðið tíðinda frá Danmörku. Rekstrarörðugleikar Toys R' Us hafa ratað reglulega í fréttirnar á síðustu mánuðum. Í upphafi desember kom fram að Top Toy hefði í hyggju að loka hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrr á árinu var auk þess greint frá því að öllum verslunum Toys R' Us í Bretlandi og Bandaríkjunum yrði lokað. Gríðarlegar skuldir eru sagðar hafa sligað fyrirtækið, auk þess sem Toys R' Us hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target.
Neytendur Tengdar fréttir Viðskiptavinir Toys R' Us hvattir til að nýta gjafabréf „meðan það er hægt“ Enn liggur ekkert fyrir um framtíð verslana Toys R' Us á Íslandi. 2. janúar 2019 11:07 Móðurfélag Toys R' Us á Íslandi gjaldþrota Léleg jólaverslun reið Top Toy að fullu. 28. desember 2018 16:21 Toys R' Us opið út janúar hið minnsta Verslanir Toys R' Us á Íslandi verða opnar út janúarmánuð hið minnsta. 7. janúar 2019 10:38 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Viðskiptavinir Toys R' Us hvattir til að nýta gjafabréf „meðan það er hægt“ Enn liggur ekkert fyrir um framtíð verslana Toys R' Us á Íslandi. 2. janúar 2019 11:07
Móðurfélag Toys R' Us á Íslandi gjaldþrota Léleg jólaverslun reið Top Toy að fullu. 28. desember 2018 16:21
Toys R' Us opið út janúar hið minnsta Verslanir Toys R' Us á Íslandi verða opnar út janúarmánuð hið minnsta. 7. janúar 2019 10:38