Viðurkenningin er á vegum Reykjavíkurborgar og hefur hún verið afhent árlega á vorin á þeim tíma er vorhreinsun stendur yfir og átakið Hreinsum saman. Viðurkenningin er veitt fyrir vitundarvakningu í umhverfismálum í víðri merkingum, þar með talið loftslagsmálum.
Í tilkynningu frá borginni segir að hópurinn hafi staðið fyrir loftslagsverkfallinu á Íslandi fyrir komandi kynslóðir – Landssamtök íslenskra stúdenta, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Ungir umhverfissinnar og Stúdentaráð Háskóla Íslands og allir sem taka þátt í þeim eru eldhugar í umhverfismálum.

Loftslagsverkfallið hefur verið haldið tíu sinnum á Íslandi og 36 sinnum á vegum Gretu Thunberg sem er frumkvöðullinn og hefur staðið fyrir verkföllum skólabarna fyrir loftslagið. Áhrifa hennar og eldmóð gætir víða um heim. Ellefta verkfallið verður á morgun föstudag.