Einn látinn og tugir særðir eftir átök í Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2019 14:59 Mikill meirihluti hermanna hefur staðið við bakið á Maduro, þó þúsundir íbúa hafi mótmælt forsetanum. AP/Rodrigo Abd Minnst einn hefur verið skotinn til bana í Venesúela og tugir eru særðir eftir átök á milli öryggissveita og stuðningsmanna Nicolas Maduro annars vegar og mótmælenda og stuðningsmanna Juan Guaidó. Báðir menn gera tilkall til forsetaembættisins en Maduro situr hins vegar í því.Samkvæmt BBC var 27 ára gömul kona skotin til bana í Caracas, höfuðborg Venesúela, í gær. Guaidó hefur kallað eftir því að sá sem varð henni að bana verði dreginn til ábyrgðar.Guaidó hefur varið síðustu dögum í að kalla eftir því að herinn snúi bakinu við Maduro og hafa einhverjir svarað kallinu. Mikill meirihluti hermanna hefur staðið við bakið á Maduro, þó þúsundir íbúa hafi mótmælt forsetanum. Yfirmaður leyniþjónustu landsins sleit þó tengslum sínum við Maduro. AP fréttaveitan segir útlit fyrir að nýjasta útspil Guaidó hafi misheppnast og sérfræðingar segja það vera byr undir báða vængi Maduro, sem Bandaríkin segja að hafi ætlað að flýja land á þriðjudaginn þegar útlitið var sem verst. Rússneskir ráðgjafar hans eru þó sagðir hafa fengið hann af því. Rússar þvertaka fyrir þær fegnir.Aðstæður íbúa landsins hafa verið erfiðar til langs tíma en þær hafa þó versnað verulega undanfarið. Óðaverðbólga hefur gert gjaldmiðil landsins nánast ónothæfan og mikill skortur er á nauðsynjum eins og mat og lyfjum. Minnst þrjár milljónir manna hafa flúið til nágrannalanda Venesúela á undanförnum árum.Vísir/GraphicNewsEkki náð miklum árangri með herinn Maduro sór embættiseið fyrr á þessu ári en Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar í fyrr og eftirlitsaðilar segja þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs. Venesúela Tengdar fréttir Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Lögregla og þjóðvarðlið vörpuðu táragasi á stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í höfuðborg Venesúela eftir að hann birti myndband af sér með hermönnum og hvatti fólk til þess að grípa til aðgerða. 1. maí 2019 07:30 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Kveðst hafa brotið valdaránstilraun Guaidó á bak aftur Um hundrað særðust í átökum sem brutust út í Venesúela í gær. 1. maí 2019 09:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Minnst einn hefur verið skotinn til bana í Venesúela og tugir eru særðir eftir átök á milli öryggissveita og stuðningsmanna Nicolas Maduro annars vegar og mótmælenda og stuðningsmanna Juan Guaidó. Báðir menn gera tilkall til forsetaembættisins en Maduro situr hins vegar í því.Samkvæmt BBC var 27 ára gömul kona skotin til bana í Caracas, höfuðborg Venesúela, í gær. Guaidó hefur kallað eftir því að sá sem varð henni að bana verði dreginn til ábyrgðar.Guaidó hefur varið síðustu dögum í að kalla eftir því að herinn snúi bakinu við Maduro og hafa einhverjir svarað kallinu. Mikill meirihluti hermanna hefur staðið við bakið á Maduro, þó þúsundir íbúa hafi mótmælt forsetanum. Yfirmaður leyniþjónustu landsins sleit þó tengslum sínum við Maduro. AP fréttaveitan segir útlit fyrir að nýjasta útspil Guaidó hafi misheppnast og sérfræðingar segja það vera byr undir báða vængi Maduro, sem Bandaríkin segja að hafi ætlað að flýja land á þriðjudaginn þegar útlitið var sem verst. Rússneskir ráðgjafar hans eru þó sagðir hafa fengið hann af því. Rússar þvertaka fyrir þær fegnir.Aðstæður íbúa landsins hafa verið erfiðar til langs tíma en þær hafa þó versnað verulega undanfarið. Óðaverðbólga hefur gert gjaldmiðil landsins nánast ónothæfan og mikill skortur er á nauðsynjum eins og mat og lyfjum. Minnst þrjár milljónir manna hafa flúið til nágrannalanda Venesúela á undanförnum árum.Vísir/GraphicNewsEkki náð miklum árangri með herinn Maduro sór embættiseið fyrr á þessu ári en Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar í fyrr og eftirlitsaðilar segja þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs.
Venesúela Tengdar fréttir Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Lögregla og þjóðvarðlið vörpuðu táragasi á stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í höfuðborg Venesúela eftir að hann birti myndband af sér með hermönnum og hvatti fólk til þess að grípa til aðgerða. 1. maí 2019 07:30 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Kveðst hafa brotið valdaránstilraun Guaidó á bak aftur Um hundrað særðust í átökum sem brutust út í Venesúela í gær. 1. maí 2019 09:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Lögregla og þjóðvarðlið vörpuðu táragasi á stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í höfuðborg Venesúela eftir að hann birti myndband af sér með hermönnum og hvatti fólk til þess að grípa til aðgerða. 1. maí 2019 07:30
Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37
Kveðst hafa brotið valdaránstilraun Guaidó á bak aftur Um hundrað særðust í átökum sem brutust út í Venesúela í gær. 1. maí 2019 09:41