Flugfargjöld, bensín, húsaleiga og matur hækka Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2019 14:13 Spáð er hækkun á ýmiskonar vörum í apríl. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda muni hækka um 20 prósent í apríl vegna tímasetningar páskanna. Hagfræðideildin segir þróun flugfargjalda til útlanda í mars og apríl fara að mjög miklu leyti eftir því í hvorum mánuði páskarnir lenda. Páskarnir eru mikill ferðatími og eftirspurn og verð eftir flugi því hærra. Árin 2015, 2016 og 2018 féllu páskar í lok mars/byrjun apríl og var óveruleg breyting á þessum lið milli sömu mánaða. 2017 voru páskar vikuna eftir verðkönnunarvikuna og hækkuðu flugfargjöld til útlanda þá um tæp 15%. Í ár eru páskar tveimur vikum á eftir verðkönnunarviku Hagstofunnar sem skýrir þessa hækkun. Samkvæmt verðkönnun Hagfræðideildarinnar hækkaði verð á bensíni og díselolíu um 2,3% milli mars og apríl. Þá er búist við smávægilegri hækkun á reiknaðri húsaleigu, matarkarfan hækkar lítillega vegna gengisáhrifa, kaup ökutækja lækka bæði vegna gengisáhrifa og minni eftirspurnar, en talsvert hefur dregið úr sölu á nýjum bílum. Síðustu ár hefur Hagstofan byggt verðmælingar sínar á flugi til útlanda á verði farmiða hjá Icelandair og WOW air. Hlutdeild WOW air var um þriðjungur af vísitölunni. Flugfargjöld eru tekin inn í vísitöluna mánuðinn sem flugið er flogið, en ekki mánuðinn sem flugið er keypt. Alla jafna hefði flug sem keypt var í febrúar og mars og flogið hefði í apríl átt að koma inn í vísitöluna núna. Hagstofan er í þeirri mjög svo sérstöku stöðu að vera með verðmælingar á flugi sem ekki verður flogið vegna gjaldþrots WOW air. Það er alls óvíst hvernig Hagstofan mun snúa sér í þessu og þá hvort að einungis verði miðað við verð á keyptum flugmiðum af Icelandair. Flugfargjöld til útlanda hafa lækkað mikið síðustu ár. Þannig var að meðaltali 12,8% ódýrara að fljúga til útlanda 2018 en 2017 og 15,5% ódýrara 2017 en 2016. Við eigum von á að þessi þróun gangi til baka á þessu ári sökum minna framboðs og minnisamkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air en einnig vegna hækkunar olíuverðs. Þá virðist sem svo að verulega sé að hægja á hækkun fasteignaverðs. Til dæmis lækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,5% milli mánaða í febrúar. Nokkuð mikið af nýju húsnæði er á leiðinni inn á markaðinn. Alla jafna ætti slíkt að skila sér í hækkun á þeim vísitölum sem mæla fasteignaverð þar sem fermetraverð á nýju húsnæði er venjulega hærra en á eldra húsnæði. Hins vegar var hlutfall nýbygginga meðal kaupsamninga í febrúar lægra en í janúar, sem bendir til þess að illa gangi að selja þessar íbúðir. Bensín og olía Fréttir af flugi Húsnæðismál Neytendur Páskar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda muni hækka um 20 prósent í apríl vegna tímasetningar páskanna. Hagfræðideildin segir þróun flugfargjalda til útlanda í mars og apríl fara að mjög miklu leyti eftir því í hvorum mánuði páskarnir lenda. Páskarnir eru mikill ferðatími og eftirspurn og verð eftir flugi því hærra. Árin 2015, 2016 og 2018 féllu páskar í lok mars/byrjun apríl og var óveruleg breyting á þessum lið milli sömu mánaða. 2017 voru páskar vikuna eftir verðkönnunarvikuna og hækkuðu flugfargjöld til útlanda þá um tæp 15%. Í ár eru páskar tveimur vikum á eftir verðkönnunarviku Hagstofunnar sem skýrir þessa hækkun. Samkvæmt verðkönnun Hagfræðideildarinnar hækkaði verð á bensíni og díselolíu um 2,3% milli mars og apríl. Þá er búist við smávægilegri hækkun á reiknaðri húsaleigu, matarkarfan hækkar lítillega vegna gengisáhrifa, kaup ökutækja lækka bæði vegna gengisáhrifa og minni eftirspurnar, en talsvert hefur dregið úr sölu á nýjum bílum. Síðustu ár hefur Hagstofan byggt verðmælingar sínar á flugi til útlanda á verði farmiða hjá Icelandair og WOW air. Hlutdeild WOW air var um þriðjungur af vísitölunni. Flugfargjöld eru tekin inn í vísitöluna mánuðinn sem flugið er flogið, en ekki mánuðinn sem flugið er keypt. Alla jafna hefði flug sem keypt var í febrúar og mars og flogið hefði í apríl átt að koma inn í vísitöluna núna. Hagstofan er í þeirri mjög svo sérstöku stöðu að vera með verðmælingar á flugi sem ekki verður flogið vegna gjaldþrots WOW air. Það er alls óvíst hvernig Hagstofan mun snúa sér í þessu og þá hvort að einungis verði miðað við verð á keyptum flugmiðum af Icelandair. Flugfargjöld til útlanda hafa lækkað mikið síðustu ár. Þannig var að meðaltali 12,8% ódýrara að fljúga til útlanda 2018 en 2017 og 15,5% ódýrara 2017 en 2016. Við eigum von á að þessi þróun gangi til baka á þessu ári sökum minna framboðs og minnisamkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air en einnig vegna hækkunar olíuverðs. Þá virðist sem svo að verulega sé að hægja á hækkun fasteignaverðs. Til dæmis lækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,5% milli mánaða í febrúar. Nokkuð mikið af nýju húsnæði er á leiðinni inn á markaðinn. Alla jafna ætti slíkt að skila sér í hækkun á þeim vísitölum sem mæla fasteignaverð þar sem fermetraverð á nýju húsnæði er venjulega hærra en á eldra húsnæði. Hins vegar var hlutfall nýbygginga meðal kaupsamninga í febrúar lægra en í janúar, sem bendir til þess að illa gangi að selja þessar íbúðir.
Bensín og olía Fréttir af flugi Húsnæðismál Neytendur Páskar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira