Gjaldþrot WOW air getur haft mjög mikil áhrif á rekstur borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 09:08 Sjóðstaða borgarsjóðs er sterk en fer hratt lækkandi í sviðsmyndinni en helst þó jákvæð í u.þ.b. eitt og hálft ár eftir að fall WOW air skellur á, að því er segir í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar. vísir/vilhelm Efnahagsleg áhrif af gjaldþroti WOW air geta hafa mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgar gangi sú sviðsmynd eftir sem sett er fram í minnisblaði áhættumatsdeildar fjármálaskrifstofu borgarinnar. Minnisblaðið var lagt fyrir á fundi borgarráðs í gær. Það er unnið út frá greiningu starfshóps stjórnvalda um möguleg áhrif af falli WOW air sem unnin var í haust en einnig er byggt á sambærilegum greiningum Reykjavík Economics og Arion banka auk minnisblaðs Moody‘s um sama efni. Í sviðsmynd fjármálaskrifstofunnar segir að gjaldþrot WOW air geri það að verkum að horfur í rekstrarumhverfi og efnahagsmálum Reykjavíkurborgar hafi versnað. Ekki sé gert ráð fyrir því í greiningunni að nýir aðilar fylli fljótt upp í sætaframboð WOW air heldur að það komi þó nokkuð högg á hagkerfið vegna gjaldþrots flugfélagsins. Gert er ráð fyrir því í sviðsmyndinni að talsverður samdráttur verði strax á þessu ári og verðbólga aukist miðað við áður gefnar forsendur fjármálaáætlunar borgarinnar. Þá geta áhrif á Orkuveitu Reykjavíkur orðið töluverð í gegnum verðbólgu og gengisveikingu þar sem OR er með mikið af lánum sem bera eigendaábyrgð sem eru bæði í verðtryggðum krónum og erlendri mynt. Niðurstaða sviðsmyndar fjármálaskrifstofunnar er sú að rekstrarniðurstaða borgarinnar fyrir árið verði töluvert lægri en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun, eða sem nemur 3,3 milljörðum króna. Kemur þetta til vegna minnkandi vinnumagns sem hefur áhrif til lækkunar á útsvarstekjum. Sjóðstaða borgarinnar mun þó haldast jákvæð fyrir þetta ár en er þó töluvert undir því sem gert var ráð fyrir, eða sem nemur um 3,9 milljörðum króna. Minnisblaðinu lýkur á þessum orðum þar sem niðurstaða þess er dregin saman: „Af sviðsmyndinni sem hér er sett fram sést að metin efnahagsleg áhrif af falli WOW air geta haft mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgargangi sú myndeftir. Sjóðstaða borgarsjóðs er sterk en fer hratt lækkandi í sviðsmyndinni en helst þó jákvæð í u.þ.b. eitt og hálft ár eftir að fall WOW air skellur á. Þessi lækkandi sjóðstaða gæti gefið tilefni til aðhaldsaðgerða borgarinnar auk endurskoðunar á fjárfestingaráætlun. Þess ber þó að geta að niðurstöður þeirra aðila sem lagt er til grundvallar hér í þessari sviðsmynd eru háðar mikilli óvissu sem og mat fjármálaskrifstofu á afleiddum áhrifum af þeim á rekstur Reykjavíkurborgar. Óvíst er hvort og hversu hratt aðrir aðilar muni koma inn á flugmarkað og fylla í skarð WOW air sem og hversu mikið aðrar atvinnugreinar geta tekið við því vinnuafli sem tapast í ferðaþjónustu. Að auki eru almennt taldar einhverjar líkur á því að Seðlabankinn grípi í taumana og lækki vexti og örvi þar með hagvöxt.“ Fréttir af flugi Reykjavík WOW Air Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Efnahagsleg áhrif af gjaldþroti WOW air geta hafa mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgar gangi sú sviðsmynd eftir sem sett er fram í minnisblaði áhættumatsdeildar fjármálaskrifstofu borgarinnar. Minnisblaðið var lagt fyrir á fundi borgarráðs í gær. Það er unnið út frá greiningu starfshóps stjórnvalda um möguleg áhrif af falli WOW air sem unnin var í haust en einnig er byggt á sambærilegum greiningum Reykjavík Economics og Arion banka auk minnisblaðs Moody‘s um sama efni. Í sviðsmynd fjármálaskrifstofunnar segir að gjaldþrot WOW air geri það að verkum að horfur í rekstrarumhverfi og efnahagsmálum Reykjavíkurborgar hafi versnað. Ekki sé gert ráð fyrir því í greiningunni að nýir aðilar fylli fljótt upp í sætaframboð WOW air heldur að það komi þó nokkuð högg á hagkerfið vegna gjaldþrots flugfélagsins. Gert er ráð fyrir því í sviðsmyndinni að talsverður samdráttur verði strax á þessu ári og verðbólga aukist miðað við áður gefnar forsendur fjármálaáætlunar borgarinnar. Þá geta áhrif á Orkuveitu Reykjavíkur orðið töluverð í gegnum verðbólgu og gengisveikingu þar sem OR er með mikið af lánum sem bera eigendaábyrgð sem eru bæði í verðtryggðum krónum og erlendri mynt. Niðurstaða sviðsmyndar fjármálaskrifstofunnar er sú að rekstrarniðurstaða borgarinnar fyrir árið verði töluvert lægri en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun, eða sem nemur 3,3 milljörðum króna. Kemur þetta til vegna minnkandi vinnumagns sem hefur áhrif til lækkunar á útsvarstekjum. Sjóðstaða borgarinnar mun þó haldast jákvæð fyrir þetta ár en er þó töluvert undir því sem gert var ráð fyrir, eða sem nemur um 3,9 milljörðum króna. Minnisblaðinu lýkur á þessum orðum þar sem niðurstaða þess er dregin saman: „Af sviðsmyndinni sem hér er sett fram sést að metin efnahagsleg áhrif af falli WOW air geta haft mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgargangi sú myndeftir. Sjóðstaða borgarsjóðs er sterk en fer hratt lækkandi í sviðsmyndinni en helst þó jákvæð í u.þ.b. eitt og hálft ár eftir að fall WOW air skellur á. Þessi lækkandi sjóðstaða gæti gefið tilefni til aðhaldsaðgerða borgarinnar auk endurskoðunar á fjárfestingaráætlun. Þess ber þó að geta að niðurstöður þeirra aðila sem lagt er til grundvallar hér í þessari sviðsmynd eru háðar mikilli óvissu sem og mat fjármálaskrifstofu á afleiddum áhrifum af þeim á rekstur Reykjavíkurborgar. Óvíst er hvort og hversu hratt aðrir aðilar muni koma inn á flugmarkað og fylla í skarð WOW air sem og hversu mikið aðrar atvinnugreinar geta tekið við því vinnuafli sem tapast í ferðaþjónustu. Að auki eru almennt taldar einhverjar líkur á því að Seðlabankinn grípi í taumana og lækki vexti og örvi þar með hagvöxt.“
Fréttir af flugi Reykjavík WOW Air Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira