Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 08:30 Mohamed Salah sleppur vonandi við að hlusta á þessa söngva í leiknum á móti Chelsea á sunnudaginn kemur. Vísir/Getty Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. Þrír stuðningsmenn Chelsea fengu ekki að fara inn á leik Slavia Prag og Chelsea í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Ástæðan er myndband var í dreifingu á netinu en þar höfðu stuðningsmenn Chelsea verið að syngja saman í Prag.Three Chelsea fans were denied entry into Slavia Prague's stadium for their Europa League quarter-final over an alleged racist chant about Liverpool's Mohamed Salah. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 12, 2019Forráðamenn Chelsea hafði miklar áhyggjur af myndbandinu þar sem nokkrir stuðningsmenn Chelsea voru samankomnir og sungu níðsöngva um Mohamed Salah. Chelsea fór strax í málið af fullum krafti og þrír mannanna þekktust. Þeim var í framhaldinu meinaður aðgangur að leiknum á Eden Arena í Prag. Mohamed Salah er fyrrum leikmaður Chelsea en náði sér aldrei á strik hjá félaginu. Hann fór til Ítalíu en þegar hann kom til baka eftir að Liverpool keypti hann frá Roma, þá sló þessi snjalli Egypti í gegn í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah fann aftur markaskóna sína í sigri á Southampton um síðustu helgi og ætlar sér örugglega að svara þessum stuðningsmönnum Chelsea inn á vellinum.Chelsea prevented three people from entering the stadium for the Europa League quarter-final at Slavia Prague after a video appeared to show them making abusive comments about Liverpool forward Mohamed Salah.https://t.co/tJBCPynftBpic.twitter.com/XFjl406sKr — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019 Framundan er leikur Liverpool og Chelsea á Anfield á sunnudaginn en Liverpool þarf að væntanlega að vinna leikinn til að halda toppsætinu í deildinni á meðan Chelsea er í mikilli baráttu um að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Stuðningsmennirnir sungu „Salah is a bomber“ og voru þar að koma höggi á hann fyrir að vera arabískur og ýja að því að hann sprengdi sig eða aðra í loft upp eins og verstu hryðjuverkamenn. Kynþáttafordómar á fótboltaleikjum hafa verið mikið í fréttum að undanförnu og það er ljóst að enska knattspyrnusambandið, ensku liðin og aðrir þeim tengdum ætla ekki að leyfa kynþáttarhöturum að komast upp með slíkt mikið lengur. Það verður hart tekið á öllum málum sem koma upp eins og Chelsea sýndi í verki í gærkvöldi. Bæði Chelsea og Liverpool sendu líka frá sér yfirlýsingar um málið eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar fordæma bæði félög slíka framkomu.Liverpool Football Club statement.https://t.co/sSGj4ggtks — Liverpool FC (@LFC) April 11, 2019Club statement. https://t.co/tMqiV6H53Z — Chelsea FC (@ChelseaFC) April 11, 2019 Enski boltinn Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. Þrír stuðningsmenn Chelsea fengu ekki að fara inn á leik Slavia Prag og Chelsea í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Ástæðan er myndband var í dreifingu á netinu en þar höfðu stuðningsmenn Chelsea verið að syngja saman í Prag.Three Chelsea fans were denied entry into Slavia Prague's stadium for their Europa League quarter-final over an alleged racist chant about Liverpool's Mohamed Salah. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 12, 2019Forráðamenn Chelsea hafði miklar áhyggjur af myndbandinu þar sem nokkrir stuðningsmenn Chelsea voru samankomnir og sungu níðsöngva um Mohamed Salah. Chelsea fór strax í málið af fullum krafti og þrír mannanna þekktust. Þeim var í framhaldinu meinaður aðgangur að leiknum á Eden Arena í Prag. Mohamed Salah er fyrrum leikmaður Chelsea en náði sér aldrei á strik hjá félaginu. Hann fór til Ítalíu en þegar hann kom til baka eftir að Liverpool keypti hann frá Roma, þá sló þessi snjalli Egypti í gegn í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah fann aftur markaskóna sína í sigri á Southampton um síðustu helgi og ætlar sér örugglega að svara þessum stuðningsmönnum Chelsea inn á vellinum.Chelsea prevented three people from entering the stadium for the Europa League quarter-final at Slavia Prague after a video appeared to show them making abusive comments about Liverpool forward Mohamed Salah.https://t.co/tJBCPynftBpic.twitter.com/XFjl406sKr — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019 Framundan er leikur Liverpool og Chelsea á Anfield á sunnudaginn en Liverpool þarf að væntanlega að vinna leikinn til að halda toppsætinu í deildinni á meðan Chelsea er í mikilli baráttu um að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Stuðningsmennirnir sungu „Salah is a bomber“ og voru þar að koma höggi á hann fyrir að vera arabískur og ýja að því að hann sprengdi sig eða aðra í loft upp eins og verstu hryðjuverkamenn. Kynþáttafordómar á fótboltaleikjum hafa verið mikið í fréttum að undanförnu og það er ljóst að enska knattspyrnusambandið, ensku liðin og aðrir þeim tengdum ætla ekki að leyfa kynþáttarhöturum að komast upp með slíkt mikið lengur. Það verður hart tekið á öllum málum sem koma upp eins og Chelsea sýndi í verki í gærkvöldi. Bæði Chelsea og Liverpool sendu líka frá sér yfirlýsingar um málið eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar fordæma bæði félög slíka framkomu.Liverpool Football Club statement.https://t.co/sSGj4ggtks — Liverpool FC (@LFC) April 11, 2019Club statement. https://t.co/tMqiV6H53Z — Chelsea FC (@ChelseaFC) April 11, 2019
Enski boltinn Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira