Alþingi ætlað að móta stefnu um veggjöld fyrir föstudag Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2019 20:00 Jón Gunnarsson hefur stýrt stefnumörkuninni sem starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Mynd/Vísir. Alþingi er ætlað að móta stefnu sína um veggjöld á næstu þremur þingdögum, miðað við samkomulag um að samgönguáætlun verði kláruð fyrir 1. febrúar. Afgreiða á málið úr þingnefnd í fyrramálið. Vegagerðin segir að því lengur sem dragist að samþykkja samgönguáætlun, því erfiðara verði að afla hagstæðra tilboða. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Jón Gunnarsson, sem haft hefur forystu um upptöku veggjalda í þinginu, segir stefnt að því að samgönguáætlun verði afgreidd úr þingnefndinni í fyrramálið með stefnumörkun um veggjöld. Samgönguráðherra muni síðan flytja sérstakt frumvarp um veggjöldin á vordögum. Alþingi þurfi svo að taka samgönguáætlun upp að nýju í haust sem taki mið af veggjöldum. Hjá Vegagerðinni höfðu menn vonast til að samgönguáætlun kláraðist fyrir jól. „Það má segjast að fyrir okkur sem stöndum í framkvæmdum að það sé heilmikil áskorun að gera áætlanir þegar samgöngutillögur liggja fyrir Alþingi og samþykktir eru að dragast svolítið á langinn,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Veggjöldin hleyptu hins vegar þingstörfum í loft upp á lokadögum fyrir jól og samgönguáætlun strandaði, Vegagerðarmönnum til vonbrigða. „Við höfum ekkert farið leynt með það að við myndum vilja sjá aðeins lengra fram í tímann til að skipuleggja okkar vinnu,“ segir Óskar. Samkomulag náðist í þinginu um að klára samgönguáætlun fyrir 1. febrúar, sem er á föstudag. Þangað til eru aðeins þrír fundardagar. Núna er það spurningin hvort veggjöldin tefji málið ennþá frekar og þar með útboð Vegagerðarinnar. „Við höfum rekið okkur á það að þegar við bjóðum út þegar allir verktakar hafa ráðstafað sér yfir sumartímann þá fáum við fá tilboð og há verð. Þannig að það er mikið í mun fyrir okkur að sjá fram í tímann og bjóða út verk núna bara á þessum mánuðum,“ segir forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Alþingi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn báðu alþingismenn um veggjöld Veggjöld! Veggjöld! Þetta voru skilaboðin sem alþingismenn fengu frá sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni á þingnefndarfundi í dag, en þeir vilja meira fjármagn í jarðgöng og til að malbika sveitavegi. 15. janúar 2019 20:15 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Einn af þremur styður veggjöld Samgönguráðherra segir merkilegt hversu margir séu hlynntir tillögum um veggjöld. Meirihluti landsmanna, rúm 56 prósent, er andvígur veggjöldum. 23. janúar 2019 06:30 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Alþingi er ætlað að móta stefnu sína um veggjöld á næstu þremur þingdögum, miðað við samkomulag um að samgönguáætlun verði kláruð fyrir 1. febrúar. Afgreiða á málið úr þingnefnd í fyrramálið. Vegagerðin segir að því lengur sem dragist að samþykkja samgönguáætlun, því erfiðara verði að afla hagstæðra tilboða. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Jón Gunnarsson, sem haft hefur forystu um upptöku veggjalda í þinginu, segir stefnt að því að samgönguáætlun verði afgreidd úr þingnefndinni í fyrramálið með stefnumörkun um veggjöld. Samgönguráðherra muni síðan flytja sérstakt frumvarp um veggjöldin á vordögum. Alþingi þurfi svo að taka samgönguáætlun upp að nýju í haust sem taki mið af veggjöldum. Hjá Vegagerðinni höfðu menn vonast til að samgönguáætlun kláraðist fyrir jól. „Það má segjast að fyrir okkur sem stöndum í framkvæmdum að það sé heilmikil áskorun að gera áætlanir þegar samgöngutillögur liggja fyrir Alþingi og samþykktir eru að dragast svolítið á langinn,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Veggjöldin hleyptu hins vegar þingstörfum í loft upp á lokadögum fyrir jól og samgönguáætlun strandaði, Vegagerðarmönnum til vonbrigða. „Við höfum ekkert farið leynt með það að við myndum vilja sjá aðeins lengra fram í tímann til að skipuleggja okkar vinnu,“ segir Óskar. Samkomulag náðist í þinginu um að klára samgönguáætlun fyrir 1. febrúar, sem er á föstudag. Þangað til eru aðeins þrír fundardagar. Núna er það spurningin hvort veggjöldin tefji málið ennþá frekar og þar með útboð Vegagerðarinnar. „Við höfum rekið okkur á það að þegar við bjóðum út þegar allir verktakar hafa ráðstafað sér yfir sumartímann þá fáum við fá tilboð og há verð. Þannig að það er mikið í mun fyrir okkur að sjá fram í tímann og bjóða út verk núna bara á þessum mánuðum,“ segir forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Alþingi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn báðu alþingismenn um veggjöld Veggjöld! Veggjöld! Þetta voru skilaboðin sem alþingismenn fengu frá sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni á þingnefndarfundi í dag, en þeir vilja meira fjármagn í jarðgöng og til að malbika sveitavegi. 15. janúar 2019 20:15 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Einn af þremur styður veggjöld Samgönguráðherra segir merkilegt hversu margir séu hlynntir tillögum um veggjöld. Meirihluti landsmanna, rúm 56 prósent, er andvígur veggjöldum. 23. janúar 2019 06:30 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn báðu alþingismenn um veggjöld Veggjöld! Veggjöld! Þetta voru skilaboðin sem alþingismenn fengu frá sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni á þingnefndarfundi í dag, en þeir vilja meira fjármagn í jarðgöng og til að malbika sveitavegi. 15. janúar 2019 20:15
Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00
„Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04
Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00
Einn af þremur styður veggjöld Samgönguráðherra segir merkilegt hversu margir séu hlynntir tillögum um veggjöld. Meirihluti landsmanna, rúm 56 prósent, er andvígur veggjöldum. 23. janúar 2019 06:30
Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00