Fótbolti

Danijel Dejan með bæði mörk íslenska liðsins og 5. sætið er strákanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir fagna seinna markinu.
Íslensku strákarnir fagna seinna markinu. Skjámynd/Беларуская федэрацыя футбола
Íslenska sautján ára landsliðið í knattspyrnu tryggði sér fimmta sætið á mótinu í Hvíta Rússlandi í morgun eftir 2-1 sigur á Tadsíkistan.

Blikinn Danijel Dejan Djuric skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik.

Fyrra markið skoraði Danijel Dejan með laglegu skoti úr teignum á 51. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Skagamanninum Hákoni Arnari Haraldssyni.

Hákon Aron fékk þá boltann frá Valgeir Valgeirssyni, lék á einn varnarmann og renndi boltanum á Danijel Dejan sem var alveg frír í teignum. Markið má sjá eftir 1:17:44 í myndbandinu hér fyrir neðan.

Seinna markið skoraði Danijel Dejan á 60. mínútu og nú með skalla af örstuttu færi eftir aðra stoðsendingu frá Hákoni.  Markið má sjá eftir 1:27:00 í myndbandinu hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir

Sleppa ekki við skólann í landsliðsferðinni

Íslenska sautján ára landslkiðið í fótbolta er nú statt í keppnisferð í Hvíta Rússlandi og missa strákarnir því af mörgum dögum í skólanum. Námið fær hins vegar sinn tíma í dagskránni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×