Hann hafði slegið boltann út í vatn á mótinu árið 2017 en vatnið var grunnt og legan ágæt. Stefani vildi ekki taka víti og vippaði sér því úr fötunum og fór á nærbuxunum einum saman út í vatnið til þess að taka höggið.
Whatever. It. Takes.
Bold move from Shawn Stefani. #TOURVaultpic.twitter.com/aUKcxypoPv
— PGA TOUR (@PGATOUR) February 26, 2019
Höggið úr vatninu heppnaðist vel en hann náði þó ekki að bjarga pari á holunni og varð að sætta sig við skolla.
Að lokum dugðu þessi hetjulegu tilþrif ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Stefani var tveimur höggum frá honum en sló þó í gegn. Spurning hvað gerist svo á þessu skemmtilega móti þetta árið.
Mótið verður í beinni á Golfstöðinni og hefst það á morgun.