Enski boltinn

Sjáðu mörkin hans Gylfa úr Íslendingaslagnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö af mörkum Everton sem hafði betur í Íslendingaslag gegn Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Gylfi var maður vallarins í 3-0 sigrinum og var leikurinn sögulegur fyrir þær sakir að Gylfi varð markahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi.

Dominic Calvert-Lewin skoraði þriðja mark Everton undir lokin.

Jóhann Berg Guðmundsson snéri aftur í byrjunarlið Burnley gegn Newcastle en það voru lærisveinar Rafael Benitez sem fóru með 2-0 sigur með mörkum frá Fabian Schär og Sean Longstaff.

Botnlið Huddersfield vann lífsnauðsynlegan sigur á Woves og Leicester vann Brighton á heimavelli.

Mörkin og öll helstu atvik úr leikjum gærkvöldsins má sjá hér að neðan.

Cardiff - Everton 0-3
Klippa: FT Cardiff 0 - 3 Everton
Newcastle - Burnley 2-0
Klippa: FT Newcastle 2 - 0 Burnley
Huddersfield - Wolves 1-0
Klippa: FT Huddersfield 1 - 0 Wolves
Leicester - Brighton 2-1
Klippa: FT Leicester 2 - 1 Brighton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×